Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 579. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 933  —  579. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lyfjaverð og lyfjakostnað.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvaða breytingar hafa verið gerðar á hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði í hinum ýmsu greiðsluflokkum frá árinu 1995?
     2.      Hvaða lyf við algengum sjúkdómum hafa verið flutt milli greiðsluflokka og hvaða áhrif hefur það haft á lyfjakostnað sjúklinga?
     3.      Hversu mikið hefur lyfjakostnaður sjúklinga aukist á tímabilinu 1995–2003?
     4.      Hvernig hafa reglur um endurgreiðslur til sjúklinga breyst frá 1995?
     5.      Hversu margir hafa fengið endurgreiðslu vegna mikils lyfjakostnaðar á hverju ári frá 1995?
     6.      Hversu margir hafa á sama tímabili sótt um slíka endurgreiðslu en ekki fengið?
    Allar upplýsingar óskast tilgreindar eftir árum.


Skriflegt svar óskast.