Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 586. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 943  —  586. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um úthlutun byggðakvóta.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hverjir sóttu um byggðakvóta samkvæmt auglýsingu ráðherra frá 6. desember sl., sundurliðað eftir þeim landsvæðum sem ráðuneytið úthlutaði til?
     2.      Hverjir fengu byggðakvóta úthlutað (nafn og skipaskrárnúmer) og hvað fékk hver í sinn hlut, skipt eftir tegundum í tonnum og hlutfallslega, og hvernig skiptist úthlutunin eftir landsvæðum?
     3.      Eftir hvaða reglum var farið við úthlutunina?


Skriflegt svar óskast.