Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 587. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 944  —  587. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um háspennulínur yfir miðhálendið.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



    Er áformað að tengja væntanlega Kárahnjúkavirkjun og þær línur sem liggja til álvers í Reyðarfirði við meginflutningskerfi Landsvirkjunar á Suðurlandi með línu yfir miðhálendið? Ef svo er, hversu langt eru slíkar áætlanir á veg komnar og hver gæti kostnaður við línulagnirnar orðið?


Skriflegt svar óskast.