Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 947  —  590. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um birtingu skoðanakannana rétt fyrir kosningar.

Frá Páli Magnússyni.



     1.      Telur ráðherra að eðlilegt sé að takmarka gerð eða banna opinbera birtingu skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokka og framboða í aðdraganda kosninga til Alþingis?
     2.      Hvernig er þeim málum háttað í nágrannalöndum okkar, þ.e. annars staðar á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu?
     3.      Hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun í löndum þar sem birting eða gerð skoðanakannana síðustu daga fyrir kosningar er bönnuð?
     4.      Hvernig er framkvæmd háttað þar sem í gildi er slíkt bann við gerð eða birtingu skoðanakannana?


Skriflegt svar óskast.