Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 472. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 987  —  472. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um flutning fjarvinnsluverkefna og starfa út á land.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða fjarvinnsluverkefni og hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins og stofnana og fyrirtækja sem heyra undir ráðuneytið voru flutt út á land árið 2002, sundurliðað eftir stöðum sem verkefnin og störfin voru flutt til? Enn fremur er óskað eftir skilgreiningu á umræddum störfum.

    Engin störf eða verkefni ráðuneytisins voru flutt út á land á árinu 2002. Þess má hins vegar geta að starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar heldur námskeið fyrir fiskvinnslufólk út um allt land og koma flestir leiðbeinendur á námskeiðunum frá landsbyggðinni.
    Flutningur stofnana ráðuneytisins og/eða fjarverkefni voru eftirtalin:
     Hafrannsóknastofnunin: Engin störf eða fjarvinnsluverkefni á vegum stofnunarinnar voru flutt út á land á árinu 2002.
     Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Engin störf eða fjarvinnsluverkefni á vegum stofnunarinnar voru flutt út á land á árinu 2002. Hins vegar er Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins með rannsóknadeild á Akureyri og flytjast verkefni þannig til Akureyrar þótt ekki sé um eiginleg fjarvinnsluverkefni að ræða. Á árinu 2003 var starf gæðastjóra flutt til Ísafjarðar.
     Fiskistofa: Á árinu 2002 fluttist einn starfsmaður tölvudeildar Fiskistofu í Neskaupstað og sinnir hann forritunarverkefnum fyrir stofuna. Nú standa yfir ráðningar í tvær stöður veiðieftirlitsmanna á Ísafirði og Akureyri en þau störf hafa hingað til verið unnin frá Reykjavík.
     Verðlagsstofa skiptaverðs: Stofnunin er á Akureyri og þar eru þrír starfsmenn í fullu starfi.