Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 623. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 996  —  623. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mengun frá álverum.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað sparast mikil
               a.      CO 2-mengun,
               b.      önnur mengun
        við að framleiða ál með orku frá Kárahnjúkavirkjun í stað orku frá kolakyntu raforkuveri? Hver er sparnaðurinn í hlutfalli við heildarmengun þessara efna á landinu?
     2.      Er verið að reisa álver í heiminum sem nota raforku sem framleidd er með kolum? Ef svo er, hvar og af hvaða stærð? Hvaða áhrif mun það hafa á hitnun jarðar?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.