Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 997  —  578. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um fjölda bifreiðastyrkja til fatlaðra og lánskjör þeirra við bifreiðakaup.

    Fyrirspurnin hjóðar svo:
     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á árlegum fjölda bifreiðastyrkja fyrir fatlaða frá 1995?
     2.      Hvernig hafa lánskjör bifreiðakaupalána til fatlaðra breyst frá 1995?


    Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru styrkir sem veittir voru til bifreiðakaupa á árunum 1995–2002 eins og sést í eftirfarandi töflum.

Bifreiðakaupastyrkir.
Tegund Fjöldi Kr. Fjöldi Kr.
1995 Lægri styrkur 600 235.000
1996 Lægri styrkur 335 235.000
1997 Lægri styrkur 335 235.000
1998 Lægri styrkur 335 235.000
1999 Lægri styrkur 375 235.000
2000 Lægri styrkur 375 250.000 20 500.000
2001 Lægri styrkur 375 250.000 20 500.000
2002 Lægri styrkur 375 250.000 20 500.000


Tegund Fjöldi Kr.
1995 Hærri styrkur 50 700.000
1996 Hærri styrkur 50 700.000
1997 Hærri styrkur 50 700.000
1998 Hærri styrkur 50 700.000
1999 Hærri styrkur 60 700.000
2000 Hærri styrkur 60 1.000.000
2001 Hærri styrkur 60 1.000.000
2002 Hærri styrkur 60 1.000.000


    Tryggingastofnun ríkisins hefur veitt lán til bifreiðakaupa á grundvelli heimilda frá tryggingaráði. Hvíla lánveitingarnar á gamalli venju þar sem ekki er kveðið á um heimild til slíkra lánveitinga í lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum. Núverandi lánveitingar byggjast á reglum tryggingaráðs sem settar voru 5. nóvember 1999. Upplýsingar um lánskjör tímabilið 1995–2002 sem fram koma í töflunni eru frá Tryggingastofnun ríkisins.
Bifreiðakaupalán.
Lánstími Vextir
1995 4 ár 1%
1996 4 ár 4%
1997 4 ár 4%
1998 3 ár 9,20% kjörvextir
1999 3 ár 8,2–9,2% kjörvextir
2000 3 ár 13,10% kjörvextir
2001 3 ár kjörvextir
2002 3 ár 12,20% kjörvextir