Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 628. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1012  —  628. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hver hefur þróun mála verið að undanförnu hvað varðar bið eftir almennri þjónustu barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss?
     2.      Hve mikil brögð eru að því að vista hafi þurft börn eða unglinga á geðdeildum fyrir fullorðna?
     3.      Hversu löng bið er eftir meðferðarúrræðum fyrir unga fíkniefnaneytendur sem eiga jafnframt við geðræn vandamál að stríða?
     4.      Hvað líður fyrirhugaðri uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri?