Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 643. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1040  —  643. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurhæfingu krabbameinssjúklinga.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir eflingu endurhæfingardeildar krabbameinssjúklinga í Kópavogi?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir rekstri dagdeildar fyrir krabbameinssjúklinga á sama stað og ef svo er, hvenær má búast við að rekstur slíkrar deildar geti hafist?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að sálfræðiþjónusta, sjúkraþjálfun og endurhæfing verði ávallt samþætt læknisfræðilegri meðferð og hjúkrun krabbameinssjúklinga?