Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 604. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1074  —  604. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um frádrátt gjafa og framlaga frá tekjum við álagningu skatta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve hár var frádráttur frá tekjum lögaðila og tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, skv. 2. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sem fjallar um frádrátt einstakra gjafa og framlaga til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa frá tekjuskattsstofni, við álagningu árin 1999–2002?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum, starfsemi gefenda og þiggjenda, sbr. framangreint, eftir því sem unnt er. Enn fremur er óskað eftir mati á því hvert hafi verið tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessarar frádráttarheimildar á sama tímabili.


    Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur fengið frá embætti ríkisskattstjóra þá eru þær upplýsingar sem fyrir liggja fengnar úr skattframtali rekstraraðila, sem er stöðluð sundurliðun tekna og gjalda, eigna og skulda og fleiri atriða er snerta álagningu opinberra gjalda. Á skattframtali rekstraraðila er sérstakur reitur (3110) fyrir gjafir til menningarmála, líknarstarfsemi o.fl. Fram kemur í upplýsingum ríkisskattstjóra að í einhverjum tilvikum hafi meira verið fært í þann reit en frádráttarbært var til skatts og frádrátturinn bakfærður á skattframtali. Leiðréttingin sé færð í reit yfir ófrádráttarbæran kostnað en í þann reit geta farið ýmsar aðrar leiðréttingar þannig að ekki sé hægt að sjá sérstaklega hversu miklar leiðréttingar séu gerðar á gjaldfærðum gjöfum og framlögum. Einnig bendir ríkisskattstjóri á að nokkur af stærri félögunum hafi fengið heimild til að skila með svokallaðri takmarkaðri útfyllingu, en þá sé m.a. ekki fyllt út í sundurliðun gjaldaliða. Engar upplýsingar sé því að fá úr skattframtali rekstraraðila um gjafir og styrki til menningarmála hjá þessum félögum. Þá segir í bréfi ríkisskattstjóra að skattframtal rekstraraðila sé framtal fyrir félög og einstaklinga með tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi yfir 20 millj. kr. Mjög fáir einstaklingar noti þetta eyðublað í framtalsskilum sínum og því takmarkaðar upplýsingar sem liggja fyrir um frádrátt skv. 2. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, hjá mönnum með atvinnurekstur. Aðeins framtöl félaga sem skilað var í tölvutæku formi séu því inni í tölunum.
    Að lokum kemur fram í svari ríkisskattstjóra til ráðuneytisins að erfitt sé að áætla tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna þessarar frádráttarheimildar. Þar sem upplýsingar liggi ekki fyrir um hve hár þessi frádráttur er frá tekjum manna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi liggi engar upplýsingar fyrir um tekjutap sveitarfélaga.
    Í töflu 1 eru sýndar greiðslur félaga til menningar- og líknarmála samkvæmt ársreikningum sundurliðaðar eftir árum og atvinnugreinum gefenda. Í töflu 2 kemur fram áætlað tekjutap ríkissjóðs. Til að áætla beint tekjutap ríkissjóðs hefur verið athugað hver væri heildarfrádráttur hjá félögum sem rekin voru með hagnaði og það margfaldað með skatthlutfalli ársins. Útreiknuð skattalækkun sýnir lækkun sem orðið hefði á tekjuskatti félaganna ef öll gjaldfærslan hefði komið til lækkunar á tekjuskattsstofni. Áréttað skal að miðað er við gildandi skatthlutfall hvers árs í þessum útreikningum.


Tafla 1. Gjafir og framlög samkvæmt rafrænum framtölum lögaðila eftir yfirflokkum íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar.

Fjöldi rafrænna framtala
Fjöldi félaga með gjafir og framlög
Gjafir og framlög, þús. kr.
Tekjuár 1998 1999 2000 2001 1998 1999 2000 2001 1998 1999 2000 2001
A Landbúnaður, dýraveiðar og skógrækt 158 191 243 251 12 14 18 24 660 776 750 798
B Fiskveiðar 509 552 666 709 82 99 100 139 24.918 16.682 17.070 32.665
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 1.024 1.263 1.496 1.534 121 167 214 281 22.579 20.456 22.474 33.270
C Námagröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 22 21 17 16 1 2 1 2 113 137 119 225
D Iðnaður 1.424 1.496 1.591 1.541 275 321 346 381 55.364 74.539 70.524 94.803
DA Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður; tóbaksiðnaður
393

447

450

438

91

117

120

139

24.695

42.075

43.739

57.506
DB Textíl- og fataiðnaður 68 64 79 74 12 15 15 13 1.467 791 1.160 890
DD Trjáiðnaður 58 9 645
DE Pappírsiðnaður og útgáfustarfsemi 222 252 275 253 34 40 45 44 2.883 5.767 4.060 5.996
DH Gúmmí- og plastvöruframleiðsla 64 58 59 54 11 15 12 15 1.816 1.844 2.282 2.165
DI Gler-, leir- og steinefnaiðnaður 67 63 71 71 13 11 17 20 1.955 1.642 2.512 3.283
DJ Málmiðnaður 194 218 237 234 42 51 58 58 5.401 7.483 5.831 6.897
DK Vélsmíði og vélaviðgerðir 83 98 96 93 15 17 22 18 4.155 5.227 2.729 4.005
DL Rafmagns- og rafeindaiðnaður 65 65 74 77 20 14 15 19 2.609 1.408 1.873 4.202
DM Framleiðsla samgöngutækja 56 68 77 75 11 14 13 17 3.244 1.254 1.047 3.053
DN Húsgagnaiðnaður og annar ótalinn iðnaður 113 121 129 124 10 18 17 27 2.208 1.946 1.346 3.613
E Veitur 17 27 27 33 0 0 0 0 0 0 0
G Verslun og ýmis viðgerðarþjónusta 2.142 2.355 2.479 2.438 390 422 456 505 108.831 140.264 132.535 128.632
I Samgöngur og flutningar 366 429 506 485 54 61 76 79 15.429 16.591 28.115 33.361
H Hótel- og veitingahúsarekstur 366 431 488 482 60 63 104 106 7.513 8.543 27.164 11.280
J Fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar 170 223 252 269 20 28 33 34 36.498 45.246 53.498 63.929
K Fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta
2.302

2.756

3.348

3.487

200

254

305

394

24.903

35.848

45.924

59.650
M Fræðslustarfsemi 44 61 75 65 5 7 5 7 187 187 155 872
N Heilbrigðis- og félagsþjónusta 154 216 289 343 32 40 60 77 1.211 1.653 2.175 3.434
O Önnur samfélagsþjónusta, félagastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl.
440

543

638

595

52

71

75

87

1.797

3.297

5.078

6.613
Q Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt
1

81

86

80

0

14

19

24

3.547

2.007

3.706
Annað, ótilgreint 884 994 1.171 1.103 12 10 5 10 1.441 1.778 249 5.842
Samtals 10.025 11.642 13.379 13.436 1.316 1.573 1.817 2.151 301.444 369.542 407.839 479.114
Upplýsingar byggjast á rafrænum skattframtölum lögaðila og miðast við stöðu gagna 18. febrúar 2003.


Tafla 2. Frádráttarbær framlög til líknar- og menningarmála og áætluð skattaáhrif 1998 til 2001.     

Lækkun tekjuskattsstofns

    Áætluð lækkun tekjuskatts

Tekjuár

Félagsform
Félög með tekjuskattsstofn stærri eða jafnt og núll Félög með yfirfæranlegt tap
Samtals
Félög með tekjuskattsstofn stærri eða jafnt og núll Félög með yfirfæranlegt tap
Samtals
1998 Sameignarfélög 6.633.690 1.692.747 8.326.437 2.520.802 643.244 3.164.046
1998 Önnur skattskyld félög 158.671.773 133.617.554 292.289.327 47.601.532 40.085.266 87.686.798
1998 Óskattskyld félög 690.257 138.388 828.645
Samtals 165.995.720 135.448.689 301.444.409 50.122.334 40.728.510 90.850.844
1999 Sameignarfélög 7.758.187 1.866.304 9.624.491 2.948.111 709.196 3.657.307
1999 Önnur skattskyld félög 176.443.740 180.025.476 356.469.216 52.933.122 54.007.643 106.940.765
1999 Óskattskyld félög 3.179.076 269.301 3.448.377
Samtals 187.381.003 182.161.081 369.542.084 55.881.233 54.716.838 110.598.071
2000 Sameignarfélög 7.146.756 2.696.513 9.843.269 2.715.767 1.024.675 3.740.442
2000 Önnur skattskyld félög 169.481.259 226.479.442 395.960.701 50.844.378 67.943.833 118.788.210
2000 Óskattskyld félög 1.359.684 675.400 2.035.084
Samtals 177.987.699 229.851.355 407.839.054 53.560.145 68.968.508 122.528.653
2001 Sameignarfélög 16.463.378 23.716.676 40.180.054 6.256.084 9.012.337 15.268.421
2001 Önnur skattskyld félög 145.879.766 285.985.417 431.865.183 43.763.930 85.795.625 129.559.555
2001 Óskattskyld félög 3.511.936 3.556.650 7.068.586
Samtals 165.855.080 313.258.743 479.113.823 50.020.013 94.807.962 144.827.975