Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 663. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1079  —  663. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001, um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001, um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga.
    Ákvörðun þessi kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af sameiginlegu EES- nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Í tillögu þessari er gerð nánari grein fyrir því hvað felst í slíkum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins. Jafnframt er gerð grein fyrir efni þeirrar tilskipunar sem hér um ræðir. Gerð þessi felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast.
    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum eða bókunum við EES-samninginn eru þjóðréttarsamningar. Samkvæmt samningnum er ekki gert ráð fyrir því að í ákvörðunum sé kveðið á um að gildistaka þeirra gagnvart aðildarríkjunum sé háð staðfestingu þeirra heima fyrir. Þær verða með öðrum orðum skuldbindandi fyrir aðildarríkin um leið og þær hafa verið teknar nema eitthvert aðildarríkjanna beiti heimild í 103. gr. EES- samningsins til að gera fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Hafa ríkin sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Með þessu er vísað til nauðsynlegs atbeina þjóðþinga aðildarríkjanna og af hálfu Íslands hefur fyrirvara þessum því einungis verið beitt þegar ljóst er að ákvörðun kallar á lagabreytingar. Almennt hefur ekki verið leitað sérstaks samþykkis Alþingis áður en stjórnskipulegum fyrirvara er aflétt heldur látið við það sitja að Alþingi hafi samþykkt nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar ákvarðana. Þetta felur í sér nokkurt frávik frá almennri meðferð vegna staðfestingar þjóðréttarsamninga þar sem atbeina Alþingis er krafist en á sér skýringar í sérstöðu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar meðal þjóðréttarsamninga. Hins vegar hafa nokkrir ókostir fylgt þessu fyrirkomulagi. Má þar helst nefna annars vegar að nokkuð mismunandi er með hvaða hætti það hefur komið fram í lagafrumvörpum hvernig þau tengjast tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES- nefndarinnar og hins vegar að með þessari aðferð hefur skort á að Alþingi hafi verið gefinn kostur á að taka beina afstöðu til staðfestingar einstakra ákvarðana nefndarinnar. Í vissum tilvikum hafa ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kveðið á um að bætt sé við EES- samninginn tiltekinni EB-gerð sem ekki öðlast gildi innan Evrópusambandsins fyrr en einhverjum missirum eða jafnvel árum seinna. Samkvæmt EES-samningnum er Ísland skuldbundið til að taka endanlega afstöðu til þess hvort slík gerð verði hluti samningsins innan sex mánaða frá töku ákvörðunarinnar í sameiginlegu EES-nefndinni en hefur sama svigrúm og önnur aðildarríki samningsins til að innleiða viðkomandi gerð í landsrétt. Fram að þessu hefði eina leiðin verið sú að setja lög til innleiðingar þessara gerða innan sex mánaða frestsins en þau lög hefðu þá að sjálfsögðu ekki þurft að taka gildi fyrr en á ætluðum gildistökudegi gerðarinnar. Þetta er mjög óheppileg leið þar sem við undirbúning slíkrar lagasetningar er oft og tíðum horft til fordæma erlendis frá en þar er að jafnaði ekki hugað að slíkri lagasetningu fyrr en nær dregur gildistöku viðkomandi gerðar. Að þessari leið slepptri er eina leiðin til að virða samningsskuldbindingar Íslands að leita sérstaks samþykkis Alþingis í formi þingsályktunar.
    Að öllu þessu virtu hefur almenn meðferð þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem Ísland hefur gert stjórnskipulegan fyrirvara verið færð til samræmis við meðferð þjóðréttarsamninga. Í því felst að almennt er leitað sérstaklega eftir samþykki Alþingis til staðfestingar sérhverri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem stjórnskipulegur fyrirvari hefur verið gerður við. Slíks samþykkis er leitað í formi þingsályktunar en viðeigandi ráðuneyti munu samhliða undirbúa nauðsynleg frumvörp til lagabreytinga. Jafnframt hefur þeirri föstu vinnureglu verið komið á, með vísan til 24. gr. laga um þingsköp Alþingis, að haft verði samráð við utanríkismálanefnd um efni þessara ákvarðana meðan þær eru á undirbúningsstigi.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001, um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga.
    Í tilskipun 2001/17/EB er fjallað um endurskipulagningu fjárhags og slit vátryggingafélaga. Með endurskipulagningu í tilskipuninni er átt við ráðstöfun sem felur í sér íhlutun dómstóla og er ætlað að tryggja eða endurreisa fjárhagslega stöðu vátryggingafélags, svo sem greiðslustöðvun eða nauðasamninga, en með slitum vátryggingafélags er átt við sameiginlega aðgerð þar sem eignum vátryggingafélags er komið í verð og verðmætum þess dreift á milli lánardrottna, hluthafa eða eigenda, hvort sem er af frjálsum vilja eða þvingað, svo sem gjaldþrotaskipti.
    Tilskipunin felur í sér að úrskurður dómstóls um heimild vátryggingafélags sem rekur útibú á Evrópska efnahagssvæðinu til að leita greiðslustöðvunar eða nauðasamninga eða um slit þess hefur áhrif á öllu efnahagssvæðinu, þ.e. tekur bæði til vátryggingafélagsins og útibúa þess. Jafnframt er gert ráð fyrir að löggjöf heimaríkis gildi um endurskipulagninguna eða slitin, þ.e. löggjöf þess ríkis þar sem aðalstöðvar vátryggingafélags eru og þar sem starfsleyfi þess er gefið út. Tilskipuninni er þannig ætlað að koma í veg fyrir að kröfuhöfum verði mismunað með því að mismunandi lög gildi um endurskipulagningu eða slit vátryggingafélags og útibúa þess.
    Enn fremur eru í tilskipuninni ákvæði um vernd neytenda, þ.e. vátryggingartaka, vátryggðra og annarra sem geta átt kröfu á vátryggingafélag vegna slyss, þar sem kröfum þeirra er tryggður forgangur komi til slita vátryggingafélags. Gefur tilskipunin kost á tveimur mögulegum leiðum til þess sem miða báðar að því að veita kröfum þeirra forgang við slit vátryggingafélags.
    Megintilgangur tilskipunarinnar er að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á aðgerðum ríkja efnahagssvæðisins og samvinnu varðandi endurskipulagningu fjárhags og slit vátryggingafélaga og vissa lágmarkssamræmingu landsregla sem gilda um þessi atriði.
    Viðskiptaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp um breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum, 568. mál, sem ætlað er að innleiða í íslenska löggjöf efnisákvæði tilskipunarinnar.
    Samkvæmt efni tilskipunarinnar er henni ætlað að koma til framkvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu eigi síðar en 20. apríl 2003.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 166/2002

frá 6. desember 2002

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        IX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2002 frá 12. júlí 2002 ( 1 ).

2)         Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001 um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga ( 2 ) skal felld inn í samninginn.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.

Eftirfarandi liður komi aftan við 13. lið (tilskipun ráðsins 77/92/EBE) í IX. viðauka við samninginn:

„13a.-         32001 L 0017: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/17/EB frá 19. mars 2001 um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga (Stjtíð. EB L 110, 20.4.2001, bls. 28).“

2. gr.

Texti tilskipunar 2001/17/EB á íslensku og norsku, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna, telst fullgiltur.

3. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 7. desember 2002, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna.

Gjört í Brussel 6. desember 2002.

     Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    Kjartan Jóhannsson


    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar

    P.K. Mannes     M. Brinkmann




Fylgiskjal II.



TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2001/17/EB

frá 19. mars 2001

um endurskipulagningu og slit vátryggingafélaga


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 2. mgr. 47. gr. og 55. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     1)      Fyrsta tilskipun ráðsins 73/239/EBE frá 24. júlí 1973 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum til að hefja og reka starfsemi á sviði frumtrygginga annarra en líftrygginga ( 4 ), eins og bætt var við hana með tilskipun 92/49/EBE ( 5 ), og fyrsta tilskipun ráðsins 79/267/EBE frá 5. mars 1979 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur líftryggingastarfsemi í frumtryggingu ( 6 ), eins og bætt var við hana með tilskipun 92/96/EBE ( 7 ), kveða á um eitt starfsleyfi fyrir vátryggingafélögin sem eftirlitsyfirvald í heimaaðildarríki veitir. Þetta eina starfsleyfi gerir vátryggingafélaginu kleift að stunda starfsemi sína í bandalaginu með því að koma á fót þjónustu eða veita hana endurgjaldslaust án frekara leyfis frá gistiaðildarríki og einungis undir eftirlitskerfi eftirlitsyfirvalda í heimaaðildarríkinu.

     2)      Þær tilskipanir um vátryggingar, sem kveða á um eitt starfsleyfi í öllu bandalaginu fyrir vátryggingafélög, fela ekki í sér reglur um samræmingu komi til slitameðferðar. Vátryggingafélög sem og aðrar fjármálstofnanir eru sérstaklega undanskildar gildissviði reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1346/2000 frá 29. maí 2000 um gjaldþrotaskipti ( 8 ). Í þágu eðlilegrar starfsemi innri markaðarins og til verndar lánardrottnum er rétt að setja samræmdar reglur í bandalaginu um slitameðferð vátryggingafélaga.

     3)      Einnig er rétt að setja reglur um samræmingu til þess að tryggja endurskipulagningarráðstafanir, sem lögbært yfirvald í aðildarríki samþykkir, hafi full áhrif í öllu bandalaginu, í þeim tilgangi að viðhalda traustri fjárhagsstöðu vátryggingafélags eða færa hana aftur í eðlilegt horf, og koma, að svo miklu leyti sem unnt er, í veg fyrir slitameðferð. Endurskipulagningarráðstafanirnar, sem falla undir þessa tilskipun, eru þær sem hafa áhrif á áður fengin réttindi annarra aðila en vátryggingafélagsins sjálfs. Fella skal ráðstafanir, sem kveðið er á um 20. gr. tilskipunar 73/239/EBE og 24. gr. tilskipunar 79/267/EBE, undir gildissvið þessarar tilskipunar að því tilskildu að þær uppfylli skilyrðin sem koma fram í skilgreiningunni á endurskipulagningarráðstöfunum.

     4)      Gildissvið þessarar tilskipunar tekur til alls bandalagsins og hefur áhrif á vátryggingafélög, eins og skilgreint er í tilskipunum 73/239/EBE og 79/267/EBE, með aðalskrifstofu í bandalaginu, útibú vátryggingafélaga í bandalaginu með aðalskrifstofu í þriðju löndum og lánardrottna með búsetu í bandalaginu. Þessi tilskipun skal ekki hafa áhrif á endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð gagnvart þriðju löndum.

     5)      Þessi tilskipun skal fjalla um slitameðferð hvort heldur hún byggist á gjaldþroti eða ekki og hvort heldur hún er af frjálsum vilja eða þvinguð. Hún skal gilda um sameiginlega málsmeðferð, eins og skilgreint er í löggjöf heimaaðildarríkjanna, í samræmi við 9. gr. sem tekur til sölu eigna vátryggingafélags og skiptingar á afrakstri af þeim. Slitameðferð, sem ekki byggist á gjaldþroti en felur í sér forgangsröðun að því er varðar greiðslu á vátryggingakröfum í samræmi við 10. gr., skal einnig fella undir gildissvið þessarar tilskipunar. Kröfur starfsmanna vátryggingafélags, sem eru til komnar vegna ráðningarsamninga og ráðningarsambanda, skal mögulegt að framselja innlendum launaábyrgðarsjóði. Slíkar framseldar kröfur skulu hafa hag af þeirri meðferð sem ákvarðast af löggjöf heimaaðildarríkisins ( lex concursus) í samræmi við meginreglur þessarar tilskipunar. Ákvæði þessarar tilskipunar skulu gilda, eftir því sem við á, um mismunandi tilvik slitameðferðar.

     6)      Samþykkt endurskipulagningarráðstafana kemur ekki í veg fyrir að slitameðferð hefjist. Hefja má slitameðferð þrátt fyrir að samþykktar hafi verið endurskipulagningarráðstafanir eða í kjölfar samþykktar þeirra og þeim má ljúka með nauðungarsamningum eða öðrum hliðstæðum ráðstöfunum, þar á meðal endurskipulagningarráðstöfunum.

     7)      Skilgreining á útibúi, í samræmi við þær meginreglur um gjaldþrot sem eru fyrir hendi, skal taka tillit til þess að vátryggingafélagið hefur sérstaka lögformlega stöðu. Löggjöf heimaaðildarríkisins skal ákvarða með hvaða hætti skal fara með eignir og skuldir sem eru í höndum óháðra aðila sem hafa ótímabundna heimild til að koma fram sem fulltrúar vátryggingafélags þegar til slita vátryggingafélagsins kemur.

     8)      Gera skal greinarmun á annars vegar lögbærum yfirvöldum að því er varðar endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð og hins vegar eftirlitsyfirvöldum vátryggingafélaga. Löggjöf aðildarríkis stjórnar því hvort lögbær yfirvöld eru stjórnvöld eða dómsmálayfirvöld. Þessi tilskipun felur ekki í sér samræmingu á innlendri löggjöf eða hvernig valdssviði slíkra yfirvalda er skipt.

     9)      Þessi tilskipun miðar ekki að því að samræma innlenda löggjöf um endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð heldur stefnir hún að því að tryggja gagnkvæma viðurkenningu á endurskipulagningarráðstöfunum og löggjöf um slit vátryggingafélaga í aðildarríkjunum sem og nauðsynlegt samstarf. Slíkri gagnkvæmri viðurkenningu er komið á í þessari tilskipun með meginreglunum um einingu (principle of unity), algildi (principle of universality), samræmingu, birtingu, sambærilega meðferð og verndun vátryggingalánardrottna.

     10)      Einungis lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríki skal veitt vald til þess að taka ákvarðanir um slitameðferð vátryggingafélaga (meginreglan um einingu). Áhrifa af þess konar málsmeðferð skal gæta í öllu bandalaginu og skal hún viðurkennd af öllum aðildarríkjum. Að jafnaði skal tekið tillit til allra eigna og skulda vátryggingafélags við slitameðferð (meginregla um algildi).

     11)      Löggjöf heimaaðildarríkisins skal gilda um ákvörðun um slit vátryggingafélags, sjálfa slitameðferðina og áhrif hennar á aðila og lagaleg tengsl sem um ræðir, bæði efnisleg og að því er varðar málsmeðferð, nema sé kveðið á um annað í þessari tilskipun. Því skulu öll skilyrði fyrir því að hefja slitameðferð, framkvæma hana og ljúka falla almennt undir löggjöf heimaaðildarríkis. Í því skyni að auðvelda beitingu þessarar tilskipunar skal vera í henni skrá, sem er ekki tæmandi, yfir þá þætti sem einkum heyra undir almennu regluna í löggjöf heimaaðildarríkisins.

     12)      Eftirlitsyfirvöldum í heimaaðildarríkinu og allra annarra aðildarríkja skal, svo skjótt sem kostur er, tilkynnt um upphaf slitameðferðar (meginregla um samræmingu).

     13)      Afar brýnt er að vátryggðir, vátryggingahafar, rétthafar og aðrir sem eiga beina kröfu á vátryggingafélag á grundvelli vátryggingasamnings njóti verndar við slitameðferð. Slík vernd á ekki við um þær kröfur sem ekki eru til komnar vegna skuldbindinga samkvæmt vátryggingasamningum eða -starfsemi heldur vegna einkaréttarlegrar ábyrgðar vegna starfa umboðsmanns sem hann sjálfur, í samræmi við gildandi lög um vátryggingasamninga eða -starfsemi, er ekki ábyrgur fyrir samkvæmt skilmálum vátryggingasamningsins eða -starfseminnar sem um ræðir. Til að ná megi þessu markmiði skulu aðildarríki tryggja sérstaka meðferð vátryggingalánardrottna í samræmi við aðra af tveimur aðferðum sem velja má um og kveðið er á um í þessari tilskipun. Aðildarríki geta valið að veita vátryggingakröfum algeran forgang fram yfir aðrar kröfur að því er varðar eignir sem eru til jöfnunar vátryggingaskuldinni eða að ætla vátryggingakröfum sérstöðu þannig að einungis laun eða launatengdar kröfur, skattar og kröfur, sem njóta veðréttar (rights in rem), hafi forgang um fram þær. Hvorug aðferðanna í þessari tilskipun kemur í veg fyrir að aðildarríki forgangsraði mismunandi flokkum vátryggingakrafna eftir vægi.

     14)      Þessi tilskipun skal tryggja að hæfilegt jafnvægi sé milli verndar sem vátryggingalánardrottnar njóta og annarra lánardrottna sem njóta forgangsréttar og fá vernd í gegnum löggjöf aðildarríkisins en ekki samræma ólík kerfi lánardrottna sem njóta verndar og eru til staðar í aðildarríkjunum.

     15)      Aðferðirnar tvær sem velja má um til að meðhöndla vátryggingakröfur eru lagðar að jöfnu í megindráttum. Fyrri aðferðin tryggir að notaðar séu eignir til jöfnunar á móti vátryggingaskuldinni til að mæta vátryggingakröfum, síðari aðferðin tryggir að vátryggingakröfur njóti forgangs gagnvart lánardrottnum þannig að það eru ekki eingöngu eignir sem koma til jöfnunar á móti vátryggingaskuldinni sem greiða þær heldur allar eignir vátryggingafélagsins.

     16)      Aðildarríki, sem velja þá aðferð að vátryggingakröfur hafi algeran forgang með tilliti til eigna sem koma til jöfnunar á móti vátryggingaskuldinni til þess að vernda vátryggingalánardrottna, skulu krefjast þess af vátryggingafélögum sínum að setja saman og uppfæra reglulega sérstaka skrá yfir slíkar eignir. Slík skrá er gagnlegt tæki til að greina þær eignir sem notaðar eru til greiðslu á slíkum kröfum.

     17)      Til að auka jafnvægið milli aðferðanna tveggja við meðferð vátryggingakrafna skal þessi tilskipun skylda þau aðildarríki sem beita aðferðinni, sem sett er fram í b-lið 1. mgr. 10. gr., til að krefjast þess að öll vátryggingafélög, hvenær sem er og óháð hugsanlegum slitum, geti mætt kröfum sem kunna að hafa forgang fram yfir vátryggingakröfur samkvæmt þessari aðferð og eru skráðar í reikninga vátryggingafélagsins með eignum sem heimilað er, samkvæmt vátryggingatilskipunum sem í gildi eru, að nota til að mæta vátryggingaskuld.

     18)      Heimaaðildarríkið skal geta kveðið á um að ef réttindi vátryggingalánardrottna hafa verið framseld ábyrgðarsjóði, sem komið hefur verið á fót í heimaaðildarríkinu, njóti kröfur úr þeim sjóði ekki góðs af meðferð vátryggingakrafna samkvæmt ákvæðum þessarar tilskipunar.

     19)      Þegar slitameðferð er hafin skal það hafa í för með sér afturköllun starfsleyfis sem vátryggingafélaginu var veitt, nema slíkt leyfi hafi áður verið afturkallað.

     20)      Ákvörðun um að hefja slitameðferð, sem getur haft áhrif í öllu bandalaginu í samræmi við meginregluna um algildi, skal birta opinberlega með viðeigandi hætti innan bandalagsins. Til að vernda þá aðila, sem hlut eiga að máli, skal birta ákvörðunina í samræmi við málsmeðferð í heimaaðildarríki og í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna og auk þess með hverjum þeim hætti sem eftirlitsyfirvöld annarra aðildarríkja ákveða innan yfirráðasvæða sinna. Til viðbótar við að birta ákvörðunina skal þeim lánardrottnum sem þekktir eru og eru búsettir í bandalaginu tilkynnt um ákvörðunina, hverjum fyrir sig, og í þessari tilkynningu skulu veittar upplýsingar, a.m.k. um þá meginþætti sem tilgreindir eru í þessari tilskipun. Einnig skulu skiptastjórar reglulega veita lánardrottnum upplýsingar um framvindu slitameðferðar.

     21)      Lánardrottnar skulu hafa rétt til að lýsa kröfu eða leggja fram skriflegar athugasemdir þegar slitameðferð stendur yfir. Farið skal með kröfur lánardrottna, sem búsettir eru í öðru aðildarríki en heimaaðildarríki, á sama hátt og samsvarandi kröfur í heimaaðildarríki án nokkurrar mismununar vegna þjóðernis eða búsetu (meginreglan um sambærilega meðferð).

     22)      Að því er varðar endurskipulagningarráðstafanir sem lögbært yfirvald í aðildarríki hefur samþykkt skal þessi tilskipun beita meginreglum sem eru, að breyttu breytanda, áþekkar þeim sem kveðið er á um við slitameðferð. Takmarka skal birtingu slíkra endurskipulagningarráðstafana við þau tilvik þegar aðrir aðilar en sjálft vátryggingafélagið geta krafist málskots í heimaaðildarríkinu. Ef endurskipulagningarráðstafanir hafa einungis áhrif á rétt hluthafa, félaga eða starfsmanna í vátryggingafélaginu, í þeirri stöðu sem þeir eru sem slíkri, skulu lögbær yfirvöld ákvarða með hvaða hætti skal upplýsa þá aðila er málið varðar samkvæmt viðeigandi löggjöf.

     23)      Í þessari tilskipun er kveðið á um samræmdar reglur svo að ákvarða megi hvaða löggjöf gildir um endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð vátryggingafélaga. Þessi tilskipun miðar ekki að því að setja reglur í alþjóðlegum einkamálarétti til að ákvarða hvaða löggjöf á við um samninga og önnur lagaleg tengsl. Einkum miðar þessi tilskipun ekki að því að stýra þeim reglum sem við eiga um tilvist samnings, réttindi og skyldur aðila og mat á skuldum.

     24)      Í þessari tilskipun er almenna reglan sú að um endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð gildi lög heimaaðildarríkisins og frá henni ættu að finnast nokkrar undantekningar svo að vernda megi lögmætar væntingar til og áreiðanleika tiltekinna aðgerða í öðrum aðildarríkjum en heimaaðildarríkinu. Þessar undantekningar skulu eiga við um áhrif slíkra endurskipulagningarráðstafana eða slitameðferðar á tiltekna samninga og rétt, veðréttindi þriðju aðila, eignarréttarfyrirvara, skuldajöfnun, markaði sem falla undir opinbert eftirlit, skaðandi aðgerðir, kaupendur, sem eru þriðju aðilar, og yfirstandandi málaferli.

     25)      Undantekningin varðandi áhrif endurskipulagningarráðstafana og slitameðferðar á tiltekna samninga og réttindi, sem kveðið er á um 19. gr., skal takmarkast við þau áhrif sem þar eru tilgreind og tekur ekki til annarra atriða sem tengjast endurskipulagningarráðstöfunum og slitameðferð, t.d. kröfulýsing, sannprófun, skráning og forgangsröðun krafna vegna þessara samninga og réttinda en þetta skal falla undir lög heimaaðildarríkisins.

     26)      Áhrif endurskipulagningarráðstafana eða slitameðferðar á yfirstandandi málaferli skulu ráðast af löggjöf aðildarríkjanna þar sem fram fara málaferlin, sem varða eign eða réttindi sem vátryggingafélagið hefur látið af hendi en það er undantekning frá beitingu laga í heimaaðildarríkinu. Áhrif slíkra ráðstafana og málsmeðferðar á einstakar aðfararaðgerðir sem af slíkum málaferlum leiða skulu ráðast af löggjöf heimaaðildarríkisins í samræmi við þá almennu reglu sem komið er á með þessari tilskipun.

     27)      Allir, sem þurfa að taka við eða veita upplýsingar í tengslum við málsmeðferð við boðskipti sem kveðið er á um í þessari tilskipun, skulu bundnir þagnarskyldu sbr. 16. gr. tilskipunar 92/49/EBE og 15. gr. tilskipunar 92/96/EBE að undanskildum dómsmálayfirvöldum sem sérstök innlend löggjöf gildir um.

     28)      Einungis að því er varðar beitingu ákvæða þessarar reglugerðar á endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð er taka til útibúa í bandalaginu þegar höfuðstöðvar vátryggingafélagsins eru í þriðja landi, skal skilgreina „heimaaðildarríki“ sem aðildarríkið þar sem útibúið er, og eftirlitsyfirvöld og lögbær yfirvöld sem yfirvöld í því aðildarríki.

     29)      Þegar vátryggingafélag sem er með aðalskrifstofu utan bandalagsins hefur útibú í fleiri en einu aðildarríki skal hvert útibú njóta sérstakrar meðferðar óháð hinum að því er varðar beitingu þessarar tilskipunar. Þegar svo er skulu lögbær yfirvöld, eftirlitsyfirvöld, stjórnendur og skiptastjórar leitast við að samræma aðgerðir sínar.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

I. BÁLKUR

GILDISSVIÐ OG SKILGREININGAR

1. gr.

Gildissvið

1.     Þessi tilskipun gildir um endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð sem tengjast vátryggingafélögum.

2.     Þessi tilskipun gildir einnig um, að því marki sem kveðið er á um í 30. gr., endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð sem varða útibú vátryggingafélaga á yfirráðasvæði bandalagsins með aðalskrifstofu utan bandalagsins.

2. gr.

Skilgreiningar

Í þessari tilskipun er merking hugtaka sem hér segir:

a)      „vátryggingafélag“: félag sem fengið hefur starfsleyfi yfirvalda í samræmi við 6. gr. tilskipunar 73/239/EBE eða 6. gr. tilskipunar 79/267/ EBE;

b)      „útibú“: hvers kyns fast aðsetur vátryggingafélags á yfirráðasvæði aðildarríkis, sem ekki er heimaaðildarríki, sem stundar vátryggingastarfsemi;

c)      „endurskipulagningarráðstafanir“: ráðstafanir sem fela í sér hvers kyns íhlutun af hálfu stjórnvalda eða dómsmálayfirvalda í þeim tilgangi að viðhalda fjárhagsstöðu vátryggingafélags eða koma henni í eðlilegt horf og hafa áhrif á þau réttindi þriðju aðila, annarra en vátryggingafélagsins sjálfs, sem þegar eru til, þ.m.t., en þó ekki eingöngu, ráðstafanir sem fela í sér hugsanlega greiðslustöðvun, frestun fullnusturáðstafana eða lækkun á kröfum;

d)      „slitameðferð“: sameiginleg málsmeðferð sem felur í sér sölu eigna vátryggingafélags og skiptingu afrakstursins milli lánardrottna, hluthafa eða félaga, eftir því sem við á, og felur óhjákvæmilega í sér hvers konar íhlutun stjórnvalda eða dómsmálayfirvalda í aðildarríkinu, þ.m.t. í tilvikum þegar sameiginlegri málsmeðferð lýkur með nauðungarsamningum eða öðrum hliðstæðum ráðstöfunum hvort heldur þær koma til vegna gjaldþrots eða gerðar af frjálsum vilja eða þvingaðar;

e)      „heimaaðildarríki“: aðildarríkið þar sem vátryggingafélag hefur fengið starfsleyfi í samræmi við 6. gr. tilskipunar 73/239/EBE eða 6. gr. tilskipunar 79/267/EBE;

f)      „gistiaðildarríki“: annað aðildarríki en heimaaðildarríkið þar sem vátryggingafélag hefur útibú;

g)      „lögbær yfirvöld“: stjórnvöld eða dómsmálayfirvöld í aðildarríkjunum sem eru til þess bær að sjá um endurskipulagningarráðstafanir eða slitameðferð;

h)      „eftirlitsyfirvöld“: lögbær yfirvöld í merkingu k- liðar 1. gr. tilskipunar 92/49/EBE og l-liðar 1. gr. tilskipunar 92/96/EBE;

i)      „stjórnandi“: hver sá einstaklingur eða aðili sem tilnefndur er af lögbæru yfirvaldi til að hafa umsjón með endurskipulagningarráðstöfunum;

j)      „skiptastjóri“: hver sá einstaklingur eða aðili sem tilnefndur er af lögbæru yfirvaldi eða stjórn vátryggingafélags, eftir því sem við á, til að hafa umsjón með slitameðferð;

k)      „vátryggingakröfur“: hver sú upphæð sem vátryggingafélag skuldar vátryggðum, vátryggingatökum, rétthöfum eða öðrum sem eiga beina kröfu á vátryggingafélagið og er til komin á grundvelli vátryggingasamnings eða hverrar annarrar aðgerðar sem er, eins og kveðið er á um í 2. og 3. mgr. 1. gr. í tilskipun 79/267/EBE, í frumtryggingastarfsemi, þ.m.t. upphæðir sem lagðar hafa verið til hliðar fyrir framangreinda aðila, þegar ekki er vitað um suma þætti skuldarinnar. Einnig skulu iðgjöld, sem vátryggingafélag skuldar og eru til komin vegna þess að þessum vátryggingasamningum hefur ekki verið komið á eða ekki verið lokið eða vátryggingastarfsemin hefur ekki hafist eða henni hefur verið hætt, í samræmi við lög um slíka samninga eða starfsemi áður en slitameðferð hefst, talin til vátryggingakrafna.

II. BÁLKUR

ENDURSKIPULAGNINGARRÁÐSTAFANIR

3. gr.

Gildissvið

Þessi bálkur gildir um endurskipulagningarráðstafanir sem skilgreindar eru í c-lið 2. gr.

4. gr.

Samþykkt endurskipulagningarráðstafana — gildandi lög

1.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis skulu ein hafa heimild til þess að ákveða endurskipulagningarráðstafanir sem snerta vátryggingafélagið, þ.m.t. útibú þess í öðrum aðildarríkjum. Endurskipulagningarráðstafanirnar skulu ekki koma í veg fyrir að heimaaðildarríki hefji slitameðferð.

2.     Endurskipulagningarráðstafanirnar skulu lúta lögum, reglum og málsmeðferð, sem í gildi eru í heimaaðildarríkinu, nema kveðið sé á um annað í 19. til 26. gr.

3.     Endurskipulagningarráðstafanirnar skulu hafa fullt gildi í öllu bandalaginu í samræmi við löggjöf heimaaðildarríkisins, án frekari formsatriða, þ.m.t. gagnvart þriðju aðilum í öðrum aðildarríkjum, jafnvel þótt löggjöf þessara aðildarríkja kveði ekki á um slíkar endurskipulagningarráðstafanir eða ef þau binda framkvæmd þeirra skilyrðum sem ekki eru uppfyllt.

4.     Endurskipulagningarráðstafanirnar skulu gilda í öllu bandalaginu þegar þær taka gildi í aðildarríkinu þar sem þær voru gerðar.

5. gr.

Upplýsingar til eftirlitsyfirvalda

Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis skulu tilkynna eftirlitsyfirvöldum heimaaðildarríkisins, svo skjótt sem kostur er, um úrskurð sinn um sérhverja endurskipulagningarráðstöfun, helst áður en ráðstöfunin er samþykkt og, ef það bregst, strax að því loknu. Eftirlitsyfirvöld heimaaðildarríkis skulu tilkynna eftirlitsyfirvöldum allra hinna aðildarríkjanna, svo skjótt sem kostur er, að þau hafi samþykkt endurskipulagningarráðstafanir og þar með einnig um áþreifanleg áhrif slíkra ráðstafana.

6. gr.

Birting

1.     Ef unnt er, í heimaaðildarríki, að krefjast málskots ákvörðunar um endurskipulagningarráðstöfun skulu lögbær yfirvöld í heimaaðildarríkinu, stjórnandi eða hver sá aðili, sem til þess hefur heimild, í heimaaðildarríkinu birta opinberlega ákvörðun sína um endurskipulagningarráðstöfun í samræmi við málsmeðferð við birtingu sem kveðið er á um í heimaaðildarríkinu og enn fremur að birta við fyrsta tækifæri í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna útdrátt úr skjalinu þar sem endurskipulagningarráðstafanirnar eru ákvarðaðar. Eftirlitsyfirvöld allra hinna aðildarríkjanna, sem tilkynnt hefur verið um úrskurðinn um endurskipulagningarráðstöfunina, skv. 5. gr., geta tryggt birtingu slíks úrskurðar á yfirráðasvæði sínu með þeim hætti sem þau telja viðeigandi.

2.     Í þeim upplýsingum, sem birtar eru og kveðið er á um í 1. mgr., skal tilgreina lögbært yfirvald heimaaðildarríkisins, gildandi lög, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr., og stjórnanda sem tilnefndur er, ef nokkur. Þær skulu birtar á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum þess aðildarríkis þar sem upplýsingarnar eru birtar.

3.     Endurskipulagningarráðstafanirnar skulu gilda þrátt fyrir ákvæðin um birtingu í 1. og 2. mgr. og gilda að fullu gagnvart lánardrottnum, nema lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis eða lög þess ríkis kveði á um annað.

4.     Ef endurskipulagningarráðstafanir hafa einungis áhrif á rétt hluthafa, félaga eða starfsmanna í vátryggingafélaginu, í þeirri stöðu sem þeir gegna sem slíkri, skal þessi grein ekki gilda nema að kveðið sé um annað í lögum um endurskipulagningarráðstafanir. Lögbær yfirvöld skulu ákveða með hvaða hætti tilkynning skal send, í samræmi við þá löggjöf sem við á, þeim aðilum sem hlut eiga að máli.

7. gr.

Upplýsingar til þekktra lánardrottna — rétturinn til að lýsa kröfum

1.     Þegar þess er krafist samkvæmt löggjöf heimaaðildarríkis að kröfum sé lýst eigi að taka þær gildar eða að kveðið er á um að lögboðið sé að tilkynna lánardrottnum sem eru með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu sína í því ríki um endurskipulagningaráðstöfunina skulu lögbær yfirvöld heimaaðildarríkisins eða stjórnandi einnig tilkynna það þekktum lánardrottnum sem eru með fasta búsetu, lögheimili sitt eða aðalskrifstofu sína í öðrum aðildarríkjum, í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 15. gr. og 1. mgr. 17. gr.

2.     Þegar löggjöf heimaaðildarríkis kveður á um réttindi lánardrottna, sem eru með fasta búsetu, lögheimili sitt eða aðalskrifstofu í því ríki, til að lýsa kröfum eða leggja fram athugasemdir varðandi kröfur sínar skulu lánardrottnar með fasta búsetu, lögheimili sitt eða aðalskrifstofu í öðru aðildarríki hafa sama rétt til að lýsa kröfum eða leggja fram athugasemdir, í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 16. gr. og 2. mgr. 17. gr.

III. BÁLKUR

SLITAMEÐFERÐ

8. gr.

Upphaf slitameðferðar — upplýsingar til eftirlitsyfirvalda

1.     Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkis skulu ein hafa heimild til þess að taka ákvörðun um að hefja slitameðferð vátryggingafélags, þ.m.t. útibúa þess í öðrum aðildarríkjum. Þessa ákvörðun má taka þó ekki hafi verið gerðar endurskipulagningarráðstafanir eða í kjölfar þess að þær eru samþykktar.

2.     Ákvörðun sem samþykkt er í samræmi við löggjöf heimaaðildarríkis um að hefja slitameðferð vátryggingafélags, þ.m.t. útibúa þess í öðrum aðildarríkjum, skal viðurkennd, án frekari formsatriða, á yfirráðasvæði allra annarra aðildarríkja og skal taka gildi þar um leið og ákvörðunin hefur tekið gildi í aðildarríkinu þar sem málsmeðferðin hefst.

3.     Eftirlitsyfirvöldum í heimaaðildarríkinu skal tilkynnt, eins skjótt og kostur er, um þá ákvörðun að hefja slitameðferð, áður en málsmeðferðin hefst ef unnt er, en ef það bregst, um leið og hún er hafin. Eftirlitsyfirvöld heimaaðildarríkis skulu tilkynna eftirlitsyfirvöldum allra hinna aðildarríkjanna, svo skjótt sem kostur er, um þá ákvörðun að hefja slitameðferð og einnig um áþreifanleg áhrif slíkra ráðstafana.

9. gr.

Gildandi lög

1.     Ákvörðun um að hefja slitameðferð vátryggingafélags, slitameðferðin og áhrif hennar skulu lúta þeim lögum, reglum og málsmeðferð sem í gildi eru í heimaaðildarríkinu, nema kveðið sé á um annað í 19. til 26. gr.

2.     Lög heimaaðildarríkis skulu einkum ákvarða:

a)      hvaða eignir mynda hluta af búinu og meðferð eigna sem vátryggingafélagið hefur aflað eða hafa runnið til þess eftir að slitameðferð hefst;

b)      heimild vátryggingafélags og skiptastjóra hvors um sig;

c)      þær aðstæður þar sem beita má skuldajöfnun;

d)      áhrif slitameðferðar á gildandi samninga sem vátryggingafélagið er aðili að;

e)      áhrif slitameðferðar á málsmeðferð sem einstakir lánardrottnar hefja, að undanskildum yfirstandandi málaferlum, eins og kveðið er á um í 26. gr.;

f)      þær kröfur sem er lýst á hendur búi vátryggingafélagsins og meðferð krafna sem lýst er eftir að slitameðferð hefst;

g)      reglur sem gilda um lýsingu, sannprófun og skráningu krafna;

h)      reglur sem gilda um skiptingu afraksturs af sölu eigna, forgangsröðun krafna og réttindi lánardrottna sem hafa fengið skuldakröfum sínum fullnægt að hluta eftir að slitameðferð hófst, með skírskotun til veðréttinda eða með skuldajöfnun;

i)      skilyrðin og áhrif þess að slitameðferð sé lokið, einkum með nauðungarsamningum;

j)      réttindi lánardrottna eftir að slitameðferð er lokið;

k)      hver skuli bera kostnað og útgjöld sem til falla við slitameðferð;

l)      reglur er varða það hvort lögmætar aðgerðir, sem eru öllum lánardrottnum skaðlegar, séu ógildar, ógildanlegar eða skorti réttarvernd.

10. gr.

Meðferð vátryggingakrafna

1.     Aðildarríki skulu tryggja að vátryggingakröfur fái forgang fram yfir aðrar kröfur í vátryggingafélagið í samræmi við aðra eða báðar eftirfarandi aðferðir:

a)      vátryggingakröfur skulu, að því er varðar eignir sem ætlað er að mæta vátryggingaskuld, hafa algeran forgang fram yfir allar aðrar kröfur á hendur vátryggingafélaginu;

b)      vátryggingakröfur skulu, að því er varðar heildareignir vátryggingafélagsins, hafa forgang fram yfir allar aðrar kröfur á hendur vátryggingafélaginu með möguleika á eftirfarandi undantekningum eingöngu;

       i)      kröfur frá starfsmönnum sem til eru komnar vegna ráðningarsamninga eða -sambanda,

       ii)      skattakröfur opinberra aðila,

       iii)      kröfur vegna launa og launatengdra gjalda,

       iv)      kröfur í eignir sem njóta veðréttar.

2.     Með fyrirvara um 1. mgr. geta aðildarríki kveðið á um að öll útgjöld eða hluti þeirra sem hljótast af slitameðferð, samkvæmt skilgreiningu í innlendri löggjöf þeirra, skuli hafa forgang fram yfir vátryggingakröfur.

3.     Aðildarríki, sem hafa kosið að beita aðferðinni sem kveðið er á um í a-lið 1. mgr., skulu krefjast þess að vátryggingafélög taki saman sérstaka skrá og uppfæri hana reglulega í samræmi við ákvæði viðaukans.

11. gr.

Framsal kröfu til ábyrgðasjóðs

Heimaaðildarríkið getur kveðið á um að ef réttur vátryggingalánardrottna hefur verið framseldur til ábyrgðarsjóðs, sem komið hefur verið á fót í heimaaðildarríkinu, skuli kröfur úr þessum sjóði ekki njóta góðs af ákvæðum 1. mgr. 10. gr.

12. gr.

Jöfnun eigna á móti kröfum sem hafa forgang

Þrátt fyrir ákvæði 18. gr. tilskipunar 73/239/EBE og 21. gr. tilskipunar 79/267/EBE skulu aðildarríki, sem beita aðferðinni sem sett er fram í b-lið 1. mgr. 10. gr. þessarar tilskipunar, krefjast þess af sérhverju vátryggingafélagi, hvenær sem er og óháð hugsanlegum slitum, að kröfur sem kunna að hafa forgang fram yfir vátryggingakröfur skv. b-lið 1. mgr. 10. gr og sem skráðar eru í reikninga vátryggingafélagsins, skuli jafnaðar með eignum sem tilgreindar eru í 21. gr. tilskipunar 92/49/EBE og 21. gr. tilskipunar 92/96/EBE.

13. gr.

Afturköllun starfsleyfis

1.     Ef tekin er ákvörðun um að hefja slitameðferð í tengslum við vátryggingafélag skal afturkalla starfsleyfi fyrir vátryggingafélagið, nema að því leyti sem nauðsynlegt er vegna ákvæða 2. mgr. í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 22. gr. tilskipunar 73/239/EBE og 26. gr. tilskipunar 79/267/ EBE ef starfsleyfið hefur ekki verið afturkallað áður.

2.     Afturköllun starfsleyfis skv. 1. mgr. skal ekki hindra skiptastjóra eða aðra aðila, sem lögbær yfirvöld fela framkvæmd slitanna, í því að halda áfram starfsemi vátryggingafélagsins að hluta til að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt eða viðeigandi vegna slitanna. Heimaaðildarríki getur kveðið á um að slík starfsemi fari fram með samþykki og undir eftirliti eftirlitsyfirvalda þess heimaaðildarríkis.

14. gr.

Birting

1.     Lögbært yfirvald, skiptastjóri eða annar aðili sem lögbæra yfirvaldið tilnefnir í þessu skyni skal birta ákvörðunina um að hefja slitameðferð í samræmi við málsmeðferð við birtingu, sem kveðið er á um í heimaaðildarríkinu, og skal einnig birta útdrátt úr ákvörðuninni um slit í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna. Eftirlitsyfirvöld allra hinna aðildarríkjanna, sem tilkynnt hefur verið um ákvörðunina um slitameðferð í samræmi við 3. mgr. 8. gr., geta tryggt birtingu slíkrar ákvörðunar á yfirráðasvæði sínu með þeim hætti sem þau telja viðeigandi.

2.     Þegar ákvörðunin um að hefja slitameðferð er birt, eins og kveðið er á um 1. mgr., skal þar einnig tilgreina hvert lögbæra yfirvaldið er í heimaaðildarríkinu, gildandi lög og þann skiptastjóra sem tilnefndur hefur verið. Hún skal birt á opinberu tungumáli eða einu þeirra opinberu tungumála í því aðildarríki þar sem upplýsingarnar eru birtar.

15. gr.

Upplýsingar til þekktra lánardrottna

1.     Þegar slitameðferð hefst skulu lögbær yfirvöld heimaaðildarríkisins, skiptastjórinn eða hver sá aðili, sem lögbær yfirvöld hafa tilnefnt í því skyni, tafarlaust senda skriflega tilkynningu þess efnis til allra þekktra lánardrottna sem eru með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu í öðru aðildarríki.

2.     Tilkynningin, sem um getur í 1. mgr., skal einkum innihalda upplýsingar um tímamörk og viðurlög varðandi þau, hvaða aðili eða yfirvald hefur umboð til að viðurkenna kröfur sem lýst er eða athugasemdir varðandi kröfur og aðrar ráðstafanir sem mælt er fyrir um. Í auglýsingunni skal einnig koma fram hvort lánardrottnar sem eiga kröfur sem hafa forgang eða njóta veðréttar þurfi að lýsa kröfum sínum. Þegar um vátryggingakröfur er að ræða skal enn fremur koma fram í tilkynningunni almenn áhrif slitameðferðarinnar á vátryggingasamninga, einkum dagsetningin þegar vátryggingasamningar eða starfsemin hætta að hafa áhrif og réttindi og skyldur vátryggðra að því er varðar samninginn eða starfsemina.

16. gr.

Réttur til að lýsa kröfum

1.     Allir lánardrottnar með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu í öðru aðildarríki en heimaaðildarríkinu, þ.m.t. opinber yfirvöld aðildarríkja, skulu hafa rétt til að lýsa kröfum eða leggja fram athugasemdir er varða kröfur.

2.     Kröfur lánardrottna með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofur í öðru aðildarríki en heimaaðildarríkinu, einnig fyrrnefnd yfirvöld, skal meðhöndla og forgangsraða þeim á sama hátt og samsvarandi kröfur sem lánardrottnar með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu í heimaaðildarríkinu geta lýst.

3.     Í tilvikum öðrum en þeim þegar lög heimaaðildarríkis heimila annað skulu lánardrottnar senda afrit af fylgiskjölum, ef til eru, og geta um eðli kröfunnar, hvenær hún varð til og fjárhæð hennar auk upplýsinga um hvort þeir skírskoti til forgangs, veðréttinda eða eignarréttarfyrirvara að því er varðar kröfuna og hvaða eignir falla undir trygginguna. Ekki er nauðsynlegt að tilgreina þann forgang sem vátryggingakröfur hafa skv. 10. gr.

17. gr.

Tungumál og eyðublöð

1.     Upplýsingarnar í tilkynningunni, sem um getur í 15. gr., skulu vera á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum heimaaðildarríkisins. Nota skal eyðublað sem á er letruð, á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins, fyrirsögnin „Innköllun krafna; tímamörk sem skulu virt“ eða, ef lög heimaaðildarríkisins kveða á um að athugasemdir varðandi kröfuna séu lagðar fram, fyrirsögnin „Boð um að leggja fram athugasemdir varðandi kröfu; tímamörk sem skulu virt“.

Sé þekktur lánardrottinn, hins vegar, kröfuhafi vátryggingarkröfu skal veita upplýsingarnar í tilkynningunni, sem getið er um í 15. gr., á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum í því aðildarríki þar sem lánardrottinn er með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu.

2.     Allir lánardrottnar með fasta búsetu, lögheimili eða aðalskrifstofu í öðru aðildarríki en heimaaðildarríkinu geta lýst kröfu eða lagt fram athugasemdir varðandi kröfuna á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum þess aðildarríkis. Ef svo ber undir skal krafan sem hann lýsir eða athugasemdirnar sem hann leggur fram við kröfuna, eftir því sem við á, bera fyrirsögnina „Kröfulýsing“ eða „Afhending athugasemda er varða kröfu“, eftir því sem við á, á opinberu tungumáli eða einu af opinberum tungumálum heimaaðildarríkisins.

18. gr.

Reglubundnar upplýsingar til lánardrottna

1.     Skiptastjórar skulu reglulega veita lánardrottnum upplýsingar, með þeim hætti sem við á, einkum um framvindu slitanna.

2.     Eftirlitsyfirvöld í aðildarríkinu geta farið fram á upplýsingar um framvindu slitameðferðar frá eftirlitsyfirvöldum í heimaaðildarríkinu.




IV. BÁLKUR

ÁKVÆÐI SEM ERU SAMEIGINLEG ENDURSKIPULAGNINGARRÁÐSTÖFUNUM OG SLITAMEÐFERÐ

19. gr.

Áhrif á tiltekna samninga og réttindi

Þrátt fyrir ákvæði 4. og 9. gr. skulu áhrif þess á samninga og réttindi, sem tilgreind eru hér á eftir, að hafnar eru endurskipulagningarráðstafanir eða slitameðferð lúta eftirfarandi reglum:

a)      ráðningarsamningar og -sambönd skulu lúta einvörðungu lögum þess aðildarríkis sem gilda um ráðningarsamninginn eða -sambandið;
b)      samningur sem veitir réttindi til að nýta eða eignast fasteign skal lúta einvörðungu lögum þess aðildarríkis þar sem fasteignin er;

c)      réttindi vátryggingafélagsins er varða fasteignir, skip eða loftfar háð skráningu í opinbera skrá skulu lúta einvörðungu lögum þess aðildarríkis þar sem skráin er færð.

20. gr.

Veðréttindi þriðju aðila

1.     Innleiðing endurskipulagningarráðstafana eða slitameðferðar skal ekki hafa áhrif á veðréttindi lánardrottna eða þriðju aðila að því er varðar efnislegar eða óefnislegar eignir, lausafé eða fasteignir — bæði sérstakar eignir og söfn ótiltekinna eigna sem heildar, og sem breytast öðru hvoru — sem tilheyra vátryggingafélaginu sem er á yfirráðasvæði annars aðildarríkis þegar slíkar ráðstafanir eða málsmeðferð er innleidd.

2.     Réttindin, sem um getur í 1. mgr., eru einkum:

a)      rétturinn til að selja eða láta selja eignir og njóta góðs af afrakstrinum eða tekjunum af þessum eignum, einkum með veði eða fasteignaveði;

b)      einkaréttur á því að fallist sé á kröfu, einkum réttur sem tryggður er með veði í kröfunni eða með framsali kröfunnar með ábyrgð;

c)      rétturinn til að krefjast eignanna frá, og/eða til að krefjast skila frá, hverjum þeim sem hefur yfirráð yfir þeim eða not af þeim í trássi við óskir aðilans sem til þess hefur rétt;

d)      veðréttindi til að njóta afraksturs af eignunum.

3.     Rétturinn, sem skráður er í opinbera skrá og nýtur réttarverndar gagnvart þriðja aðila, og sem á þann hátt veita veðréttindi í skilningi 1. mgr., skulu teljast veðréttindi.

4.     Ákvæði 1. mgr. skulu ekki koma í veg fyrir aðgerðir vegna ógildingar, ógildanleika eða skorts á réttarvernd, sem um getur í l-lið 2. mgr. 9. gr.

21. gr.

Eignarréttarfyrirvari

1.     Innleiðing endurskipulagningarráðstafana eða það að slitameðferð er hafin gagnvart vátryggingafélagi sem kaupir eignir skal ekki hafa áhrif á réttindi seljandans sem eru byggð á eignarréttarfyrirvara í þeim tilvikum þegar eignin er á yfirráðasvæði aðildarríkis annars en aðildarríkisins þar sem ráðstafanirnar voru innleiddar eða málsmeðferðin hófst.

2.     Innleiðing endurskipulagningarráðstafana eða það að slitameðferð er hafin gagnvart vátryggingafélagi, sem selur eign eftir að afhending á eigninni hefur farið fram, skal ekki vera ástæða riftunar eða ógildingar sölunnar og eða hindra kaupandann í að öðlast eignarrétt í þeim tilvikum þegar eignin, sem seld er, er staðsett á yfirráðasvæði aðildarríkis annars en aðildarríkisins þar sem ráðstafanirnar eða málsmeðferðin hófst á þeim tíma þegar slíkar ráðstafanir voru innleiddar eða málsmeðferð hófst.

3.     Ákvæði 1. mgr. skulu ekki koma í veg fyrir aðgerðir vegna ógildingar, ógildanleika eða skorts á réttarvernd, sem um getur í l-lið 2. mgr. 9. gr.

22. gr.

Skuldajöfnun

1.     Innleiðing endurskipulagningarráðstafana eða það að slitameðferð er hafin skal ekki hafa áhrif á rétt lánardrottna til að krefjast skuldajöfnunar krafna sinna gegn kröfum vátryggingafélagsins þegar slík skuldajöfnun er heimiluð í lögum sem gilda um kröfu vátryggingafélagsins.

2.     Ákvæði 1. mgr. skal ekki koma í veg fyrir aðgerðir vegna ógildingar, ógildanleika eða skorts á réttarvernd sem getið er um í l-lið 2. mgr. 9. gr.

23. gr.

Markaðir sem falla undir opinbert eftirlit

1.     Með fyrirvara um ákvæði 20. gr. skulu áhrif endurskipulagningarráðstöfunar eða þess að slitameðferð hefst á réttindi og skyldur aðila, sem lúta opinberu eftirliti, einvörðungu falla undir lög sem gilda um þann markað.

2.     Ákvæði 1. mgr. skulu ekki koma í veg fyrir hvers konar aðgerðir vegna ógildingar, ógildanleika eða skorts á réttarvernd sem kann að eiga sér stað í þeim tilgangi að leggja til hliðar greiðslur eða færslur í samræmi við þau lög sem gilda um þann markað.

24. gr.

Aðgerðir sem eru lánardrottnum skaðlegar

Ákvæði l-liðar 2. mgr. 9. gr. skal ekki gilda ef aðili, sem hefur haft hag af lögmætri aðgerð sem er skaðleg öllum lánardrottnum, leggur fram sannanir um að:

a)      aðgerðin falli undir lög annars aðildarríkis en heimaaðildarríkisins, og

b)      þau hin sömu lög feli ekki í sér nein úrræði til að véfengja þá aðgerð sem um ræðir.

25. gr.

Vernd kaupenda sem eru þriðju aðilar

Ef vátryggingafélag ráðstafar gegn endurgjaldi með aðgerð, sem er gerð eftir samþykkt endurskipulagningarráðstöfunar eða eftir að slitameðferð hófst:

a)      fasteign,

b)      skipi eða loftfari sem háð er opinberri skráningu, eða

c)      framseljanlegum verðbréfum eða öðrum verðbréfum, en forsenda fyrir því að þau séu til eða hægt að framselja þau er að þau séu færð í skrá eða reikning sem mælt er fyrir um í lögum eða að þau eru skráð í verðbréfamiðstöð sem lýtur lögum aðildarríkisins,

skal lögmæti aðgerðarinnar ráðast af lögum aðildarríkisins þar sem fasteignin er staðsett eða þar sem skráin eða reikningurinn er færður eða skráð er í verðbréfamiðstöð.

26. gr.

Yfirstandandi málaferli

Áhrif endurskipulagningarráðstafana eða slitameðferðar á yfirstandandi málaferli er varða eign eða réttindi sem vátryggingafélag hefur látið af hendi skulu falla einvörðungu undir lög aðildarríkisins þar sem málaferlin fara fram.

27. gr.

Stjórnendur og skiptastjórar

1.     Færa skal sönnur á tilnefningu stjórnanda eða skiptastjóra með staðfestu endurriti af upprunalegri ákvörðun um tilnefningu hans eða með annarri staðfestingu sem gefin er út af lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkisins.

Heimilt er að krefjast þýðingar yfir á opinbert tungumál eða eitt af opinberum tungumálum þess aðildarríkis þar sem stjórnandinn eða skiptastjórinn hyggst starfa. Ekki er krafist löggildingar eða annarra slíkra formsatriða.

2.     Stjórnendum og skiptastjórum skal veitt umboð til að beita því valdi sem þeim er heimilt að beita innan yfirráðasvæðis heimaaðildarríkisins á yfirráðasvæði allra aðildarríkja. Einnig má, í samræmi við löggjöf heimaaðildarríkisins, tilnefna aðila til aðstoðar eða, þegar það á við, sem fulltrúa stjórnenda og skiptastjóra á meðan á endurskipulagningarráðstöfun eða slitameðferð stendur, einkum í gistiaðildarríkjum og sérstaklega í því skyni að aðstoða lánardrottna við að yfirstíga erfiðleika sem þeir standa frammi fyrir í gistiaðildarríkinu.

3.     Við beitingu valds síns í samræmi við löggjöf heimaaðildarríkis skal stjórnandi eða skiptastjóri fara að lögum þess aðildarríkis þar sem hann hyggst starfa, einkum að því er varðar verklagsreglur um sölu eigna og upplýsingamiðlun til starfsmanna. Þetta vald má ekki fela í sér þvingunaraðgerðir eða rétt til að úrskurða í málarekstri eða deilumálum.

28. gr.

Skráning í opinbera skrá

1.     Stjórnandi, skiptastjóri eða hvaða annað yfirvald eða aðili sem hefur tilskilið umboð í heimaaðildarríkinu getur óskað eftir því að endurskipulagningarráðstöfun eða ákvörðun um að hefja slitameðferð sé skráð í þinglýsingarbók, verslunarskrá og hverja aðra opinbera skrá sem færð er í öðrum aðildarríkjum.

Ef aðildarríki mælir fyrir um lögboðna skráningu skal yfirvaldið eða aðilinn, sem um getur í 1. undirgrein, gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja slíka skráningu.

2.     Líta ber á kostnaðinn við skráninguna sem kostnað og útgjöld í tengslum við málsmeðferðina.

29. gr.

Þagnarskylda

Allir aðilar sem þurfa að taka við eða skýra frá upplýsingum í tengslum við málsmeðferð við boðskipti, sem mælt er fyrir um 5., 8. og 30. gr., skulu bundnir þagnarskyldu á sama hátt og mælt er fyrir um í 16. gr. tilskipunar 92/49/EBE og 15. gr. tilskipunar 92/96/EBE að undanskildum þeim dómsmálayfirvöldum sem innlend ákvæði gilda um.

30. gr.

Útibú vátryggingafélaga þriðju landa

1.     Þrátt fyrir skilgreiningarnar, sem mælt er fyrir um í e-, f- og g-lið 2. gr., og að því er varðar beitingu ákvæða þessarar tilskipunar gagnvart endurskipulagningarráðstöfunum og slitameðferð útibús vátryggingafélags sem staðsett er í aðildarríki en vátryggingafélagið sjálft er með aðalskrifstofu er utan bandalagsins merkir:

a)      „heimaaðildarríki“ það aðildarríki þar sem útibú hefur fengið starfsleyfi í samræmi við 23. gr. tilskipunar 73/239/EBE og 27. gr. tilskipunar 79/267/EBE og;

b)      „eftirlitsyfirvöld“ og „lögbær yfirvöld“ þau yfirvöld í aðildarríkinu þar sem útibúið fékk starfsleyfi.

2.     Þegar vátryggingafélag, sem er með aðalskrifstofu utan bandalagsins, er með útibú í fleiri en einu aðildarríki skal litið á hvert útibú sem sjálfstæða einingu að því er varðar beitingu þessarar tilskipunar. Lögbær yfirvöld og eftirlitsyfirvöld í þessum aðildarríkjum skulu leggja sig fram um að samræma aðgerðir sínar. Stjórnendur og skiptastjórar skulu einnig leitast við að samræma aðgerðir sínar.

31. gr.

Framkvæmd þessarar tilskipunar

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari fyrir 20. apríl 2003. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

2.     Ákvæði landslaga sem samþykkt eru til beitingar þessari tilskipun skulu fyrst einungis gilda um endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð sem samþykktar eru eða hefjast eftir daginn sem um getur í fyrstu undirgrein. Endurskipulagningarráðstafanir sem eru samþykktar eða slitameðferð sem hefst fyrir þann dag skulu falla undir þau lög sem giltu um þær þegar þær voru samþykktar eða hófust.

3.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.






32. gr.

Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

33. gr.

Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 19. mars 2001.

Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
N. FONTAINE A. LINDH
forseti. forseti.

VIÐAUKI

SÉRSTÖK SKRÁ SEM UM GETUR Í 3. MGR. 10. GR.

     1.      Sérhvert vátryggingafélag skal halda, í aðalskrifstofu sinni, sérstaka skrá yfir þær eignir sem notaðar eru til að mæta þeirri vátryggingaskuld sem reiknuð er og ávöxtuð í samræmi við reglur heimaaðildarríkisins.

     2.      Ef vátryggingafélag stundar bæði rekstur skaðatrygginga og líftrygginga skal það halda aðskildar skrár fyrir hvorn reksturinn um sig í aðalskrifstofu sinni. Ef, hins vegar, aðildarríki heimilar vátryggingafélögum að reka bæði líftryggingar og mæta áhættunni, sem skráð er í 1. og 2. lið A-viðauka við tilskipun 73/239/EBE, má kveða á um að þessi vátryggingafélög skuli halda eina skrá um alla starfsemi sína.

     3.      Heildarverðgildi eigna, sem skráðar eru og metnar eru í samræmi við gildandi reglur í heimaaðildarríkinu, skal aldrei vera lægra en verðgildi vátryggingarskuldarinnar.

     4.      Ef eign, sem færð er í skrána er háð veðréttindum sem eru í hag lánardrottni eða þriðja aðila, og af því hlýst að sá hluti verðgildis eignarinnar er ekki tiltækur til að mæta skuldbindingum, er sú staðreynd færð í skrána og fjárhæðin, sem ekki er tiltæk, er ekki reiknuð með í heildarverðgildinu, sem um getur í 3. lið.

     5.      Ef eign, sem notuð er til að mæta vátryggingaskuld, er háð veðréttindum sem eru í hag lánardrottni eða þriðja aðila, en uppfyllir ekki skilyrði 4. liðar, eða ef slík eign er háð eignarréttarfyrirvara sem er lánardrottni eða þriðja aðila í hag, eða ef lánardrottinn á rétt á að krefjast skuldajöfnunar kröfu sinnar gagnvart kröfu vátryggingafélagsins, skal meðferð slíkrar eignar við slitameðferð vátryggingafélags, að teknu tilliti til aðferðarinnar sem kveðið er á um a-lið 1. mgr. 10. gr., lúta löggjöf heimaaðildarríkisins, nema ef ákvæði 20., 21. og 22. gr. gilda um þessa eign.

     6.      Samsetningu þeirra eigna, sem færð eru í skrána í samræmi við 1. og 5. lið, þegar slitameðferð hefst, skal ekki breytt eftir það og engar breytingar má færa í skrárnar þó því aðeins að eingöngu um sé að ræða leiðréttingar á augljósum ritvillum, nema með leyfi lögbærs yfirvalds.

     7.      Þrátt fyrir ákvæði 6. liðar skulu skiptastjórar leggja ávöxtun téðra eigna við þær sem og virði hreinna iðgjalda sem móttekin eru í tengslum við þá tilteknu tegund reksturs, milli þess sem slitameðferð hefst og vátryggingakröfur eru greiddar eða þar til vátryggingastofn hefur verið fluttur.

     8.      Ef afraksturinn af sölu eigna er minni en virði þeirra, eins og það er metið í skránum, skulu skiptastjórar færa sönnur á að svo sé gagnvart lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu.

     9.      Eftirlitsyfirvöld aðildarríkjanna skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að vátryggingafélög beiti ákvæðum þessa viðauka til fulls.
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. EB L 298, 31.10.2002, bls. 19 og EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 54, 31.10.2002, bls. 15.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. EB L 110, 20.4.2001, bls. 28.
Neðanmálsgrein: 3
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 4
(1)    Stjtíð. EB C 71, 19.3.1987, bls. 5 og Stjtíð. EB C 253, 6.10.1989, bls. 3.
Neðanmálsgrein: 5
(2)    Stjtíð. EB C 319, 30.11.1987, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 6
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 15. mars 1989 (Stjtíð. EB C 96, 17.4.1989, bls. 99), staðfest 27. október 1999, sameiginleg afstaða ráðsins frá 9. október 2000 (Stjtíð. EB C 344, 1.12.2000, bls. 23) og ákvörðun Evrópuþingsins frá 15. febrúar 2001.
Neðanmálsgrein: 7
(4)    Stjtíð. EB L 228, 16.8.1973, bls. 3. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/26/EB (Stjtíð. EB L 168, 18.7.1995, bls. 7).
Neðanmálsgrein: 8
(5)    Tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar, og um breytingu á tilskipunum 73/239/EBE og 88/357/EBE (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) (Stjtíð. EB L 228, 11.8.1992, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 9
(6)    Stjtíð. EB L 63, 13.3.1979, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 95/26/EB.
Neðanmálsgrein: 10
(7)    Tilskipun ráðsins 92/96/EBE frá 10. nóvember 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar á sviði líftrygginga og um breytingu á tilskipunum 79/267/EBE og 90/619/EBE (þriðja tilskipun um líftryggingar) (Stjtíð. EB L 360, 9.12.1992, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 11
(8)    Stjtíð. EB L 160, 30.6.2000, bls. 1.