Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 392. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1088  —  392. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um vaktstöð siglinga.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „nota leiðsögumann“ í 3. tölul. komi: hafa um borð leiðsögumann.
                  b.      Í stað orðanna „nota hafnsögumann“ í 5. tölul. komi: hafa um borð hafnsögumann.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „eftirlit Landhelgisgæslu Íslands“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: eftirlit með mengun sjávar.
                  b.      Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                     Fyrir þjónustu í sjálfvirka tilkynningarkerfinu skal eigandi hvers skips greiða árgjald sem rennur til að mæta kostnaði af rekstri sjálfvirka tilkynningarkerfisins.
     3.      Í stað orðanna „höfn í aðildarríki“ í 1. mgr. 9. gr. komi: íslenskri höfn.
     4.      Í stað orðanna „nota hafnsögumann“ í 1. mgr. 12. gr. komi: hafa um borð hafnsögumann.
     5.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað orðanna „nota leiðsögumann“ í 1. mgr. komi: hafa um borð leiðsögumann.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ráðherra getur jafnframt með reglugerð falið vaktstöð siglinga að fara með leiðarstjórnun skipa um tiltekin svæði eða við tilteknar aðstæður.
     6.      16. gr. orðist svo:
                  Undanskilin ákvæðum laga þessara um hafnsögu, leiðsögu og umboðsmann eru skip sem leita hafnar vegna bráðrar hættu eða til að setja á land alvarlega sjúka menn eða slasaða.
     7.      Orðin „lög um ráðstafanir til öryggis við siglingar, nr. 56/1932“ í 2. mgr. 20. gr. falli brott.