Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1102  —  679. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um félög í eigu erlendra aðila.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu mörg félög hér á landi eru að meiri hluta í eigu erlendra aðila, sundurliðað eftir árum 1998–2002?
     2.      Hve mörg þessara félaga voru með raunverulega atvinnustarfsemi hér á landi sl. tvö ár, þ.e. höfðu fasta starfsmenn og tekjur sem upprunnar voru hér á landi?
     3.      Eru þessi félög skattskyld hér á landi og hverjar hafa skattgreiðslur þeirra verið sl. fimm ár?
     4.      Er ástæða til að ætla að þessi félög séu að einhverju leyti notuð til að losna undan skattskyldu í öðrum löndum?


Skriflegt svar óskast.























Prentað upp.