Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 13. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1125  —  13. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um neysluvatn.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt frá síðasta þingi. Umsagnir bárust þá frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Iceland Spring, Manneldisráði Íslands, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Náttúruvernd ríkisins. Málið var sent til umsagnar að nýju og bárust umsagnir frá Landsvirkjun, Samtökum atvinnulífsins, Byggðastofnun, Orkustofnun, Iðntæknistofnun, Landvernd, Bændasamtökum Íslands, Hollustuvernd ríkisins, Íslenska vatnsfélaginu ehf., Samorku og Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að neysluvatn verði skilgreint sem auðlind í lögum, málefni þess verði vistuð á einum stað í stjórnsýslunni og stuðlað verði að útflutningi á fersku neysluvatni í samstarfi við vatnsútflutningsfyrirtæki og sveitarfélög.
    Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvar vista ætti málefni neysluvatns en hjá umsagnaraðilum hafa komið fram mismunandi skoðanir á því.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Pétur H. Blöndal var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 2003.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Svanfríður Jónasdóttir.


Árni R. Árnason.


Árni Steinar Jóhannsson.



Kjartan Ólafsson.


Ólafur Örn Haraldsson.