Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 698. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1219  —  698. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um ferðakostnað sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.



     1.      Hvaða reglur gilda um greiðslu ferðakostnaðar sjúklinga og aðstandenda þeirra innan lands?
     2.      Hver er taxtinn á kílómetragjaldi vegna aksturs?
     3.      Hvernig er ákvörðunartöku háttað um þann taxta?
     4.      Hefur ráðherra íhugað endurskoðun á þeim taxta?
     5.      Hvernig er greitt fyrir dvalarkostnað?
     6.      Er í einhverjum tilfellum greitt fyrir vinnutap foreldra og fylgdarmanna barna?
     7.      Að hve miklu marki greiða vinnuveitendur og sjúkrasjóðir fyrir vinnutap foreldra vegna ferða þeirra með börn sín til þess að leita sérfræðiþjónustu eða til sjúkrahúsvistar?
     8.      Mun ráðherra beita sér fyrir endurskoðun á reglum um ferðakostnað og vinnutap foreldra með það að markmiði að jafna búsetuskilyrði í landinu?


Skriflegt svar óskast.