Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 581. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1277  —  581. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um kostnað við rannsóknir í heilbrigðisþjónustunni.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða breytingar hafa verið gerðar á hlutdeild sjúklinga í kostnaði við rannsóknir, þar á meðal röntgenrannsóknir, í heilbrigðisþjónustunni frá 1995? Upplýsingar óskast um hvenær hver breyting var gerð og hvað fólst í henni.

     Reglugerð nr. 14/1993 tók gildi 25. janúar 1993.
    Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsókna á sýni sem sent var til rannsóknar á rannsóknastofu var greiðsla sjúklings sem hér segir:

sjúkratryggðir almennt:
900 kr.
lífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
300 kr.

    Fyrir hverja komu til röntgengreiningar:

sjúkratryggðir almennt:
900 kr.
lífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
300 kr.

    Þegar sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 16–67 ára höfðu greitt 12.000 kr. á sama almanaksári áttu þeir rétt á afsláttarskírteini. Sama átti við um börn undir 16 ára aldri þegar greiddar höfðu verið fyrir þau 6.000 kr. á sama almanaksári. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu töldust einn einstaklingur. Elli- og örorkulífeyrisþegar áttu rétt á afsláttarskírteini þegar þeir höfðu þurft að greiða 3.000 kr. á sama almanaksári.
    Sjúkratryggðir einstaklingar með afsláttarskírteini þurftu að greiða sem hér segir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir:

sjúkratryggðir almennt:
300 kr.
lífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
100 kr.

    Reglugerð nr. 68/1996 tók gildi 1. febrúar 1996.
    Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsókna á sýnum sendum til rannsóknar á rannsóknastofu var greiðsla sjúklings sem hér segir:

sjúkratryggðir almennt:
1.000 kr.
elli- og örorkulífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
300 kr.

    Fyrir hverja komu til röntgengreiningar:

sjúkratryggðir almennt:
1.000 kr.
elli- og örorkulífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
300 kr.
    Þegar sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum16–70 ára höfðu greitt 12.000 kr. á sama almanaksári áttu þeir rétt á afsláttarskírteini. Sama átti við um börn undir 16 ára aldri þegar greiddar höfðu verið fyrir þau 6.000 kr. á sama almanaksári og elli- og örorkulífeyrisþega þegar þeir höfðu þurft að greiða 3.000 kr. á sama almanaksári.
    Sjúkratryggðir með afsláttarskírteini þurftu að greiða sem hér segir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir:

sjúkratryggðir almennt:
400 kr.
elli- og örorkulífeyrisþegar og börn sem njóta umönnunarbóta
100 kr.

    Reglugerð nr. 236/1999 tók gildi 8. apríl 1999.
    Gjöld fyrir hverja komu barna yngri en 18 ára til rannsóknar og röntgengreiningar voru lækkuð úr 900 kr. í 300 kr. til samræmis við gjöld fyrir lífeyrisþega.

    Reglugerð nr. 509/2001 tók gildi 1. júlí 2001.
    Fyrir hverja komu til röntgengreiningar þurfti sjúklingur að greiða:

sjúkratryggðir almennt:
1.500 kr. + 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki 6.000 kr.
elli- og örorkulífeyrisþegar og börn yngri en
18 ára sem njóta umönnunarbóta

500 kr. + 13,33% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki 6.000 kr.

    Viðmiðunarupphæð til að fá afsláttarskírteini hækkaði í 18.000 kr. fyrir sjúkratryggða einstaklinga á aldrinum 16–70 ára og í 4.500 kr. fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Óbreytt viðmiðun var fyrir börn, 6.000 kr.
    Greiðslur fyrir röntgengreiningu sjúkratryggðra með afsláttarskírteini breyttust sem hér segir:

sjúkratryggðir almennt:
500 kr. + 13,33% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki 6.000 kr.
elli- og örorkulífeyrisþegar og börn yngri en
18 ára sem njóta umönnunarbóta

1/9 af fullu gjaldi, að lágmarki 200 kr. og að hámarki 6.000 kr.

    Reglugerð nr. 953/2001 tók gildi 1. janúar 2002.
    Reglugerðin fól í sér að börn með umönnunarkort, samkvæmt reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, skyldu greiða 100 kr. fyrir rannsókn en 1/ 9 af fullu gjaldi fyrir röntgenrannsókn, að lágmarki 200 kr. en að hámarki 18.000 kr. fyrir hverja komu.
    Hámarksgreiðsla fyrir röntgengreiningu hækkaði í 18.000 kr.

Breytingar á hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við rannsóknir.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.