Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 59. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1344  —  59. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um skipulagða áfallahjálp í sveitarfélögum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið í samstarfi við sveitarfélög að koma á skipulagðri áfallahjálp innan sveitarfélaga. Tillagan gerir ráð fyrir að í hverju sveitarfélagi eða í samstarfi nærliggjandi sveitarfélaga verði komið á markvissri stjórn áfallahjálpar sem bregðast mundi við ef þörf krefði
    Að mati nefndarinnar er mikilvægt að skipulagðri áfallahjálp verði komið á alls staðar á landinu. Ljóst er að á sumum stöðum er þegar gert ráð fyrir þessari aðstoð og því ekki þörf á að hreyfa við málum þar.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.
    Ásta Möller, Björgvin G. Sigurðsson, Einar Oddur Kristjánsson og Ólafur Örn Haraldsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. mars 2003.



Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Katrín Fjeldsted.


Þuríður Backman.