Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 564. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1375  —  564. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um ferliverk á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur.

     1.      Hve mörg ferliverk voru unnin á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur á árunum 1997–2002, sundurliðað eftir árum?
    Ferliverk voru flutt frá Tryggingastofnun ríkisins yfir til sjúkrahúsanna um mitt ár 1998 og eru fyrirliggjandi upplýsingar miðaðar við árið 1999 sem var fyrsta heila árið þar sem upplýsingar liggja fyrir. Þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur um ferliverk byggjast á einingafjölda en ekki á komum og eru þessar upplýsingar því gefnar í einingum. Í júní 2001 gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu um ferliverk á sjúkrahúsum 1999–2000 en þar koma fram skilgreiningar á ferliverkum.

Stofnanir 1999 2000 2001
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 508.003 597.761 665.071
St. Jósefsspítali 550.360 543.268 544.432
Sjúkrahúsið á Akranesi 374.701 335.116 332.184
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 268.714 345.381 312.125
Heilbrigðisstofnunin Selfossi 79.985 120.875 113.974
St. Franciskusspítali, Stykkishólmi 16.959 20.511 20.623
Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar 40.606 40.626 38.685
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 19.539 62.979 65.006
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 47.984 116.710 54.177
Heilbrigðisstofnun Austurlands 14.468 44.469 65.957
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 34.861 43.591 39.502
Heilbrigðisstofnunin Siglufirði 0 10.063 0
Samtals: 1.956.180 2.281.350 2.251.736

     2.      Hvernig skiptast ferliverk eftir sérfræðigreinum?
    Sjá fylgiskjöl I, II og III.

     3.      Hvert er hámark þeirrar upphæðar sem sjúklingur hefur þurft að greiða fyrir skurðaðgerð á bæklunardeild, fyrir augnaðgerð, fyrir speglun, t.d. maga- eða ristilspeglun? Svar óskast sundurliðað eftir árunum 1997–2002.
    Hlutdeild sjúklinga í kostnaði við göngudeildaraðgerðir eru samkvæmt reglugerðum eins og þær eru hverju sinni. Á árinu 1997 og fram til 8. apríl 1999 var ekki hámark á kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Ekki liggja fyrir aðgengilegar upplýsingar um hver hafi verið hámarksgreiðsla fyrir göngudeildarþjónustu á þessum tímabili. Sjúklingur greiddi göngudeildargjald sem var 1.400 kr. auk 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði. Með reglugerð sem sett var 8. apríl 1999 var sett hámark á kostnaðarþátttöku sjúklings 5.000 kr. Þann 1. júlí 2001 hækkaði hámarkið í 6.000 kr. og síðan þann 1. janúar 2002 í 18.000 kr.
    Inniliggjandi sjúklingar greiða engan kostnað við aðgerðir.

     4.      Hvað greiða læknar fyrir aðstöðu og þjónustu sem spítali veitir? Hafa þær greiðslur verið samræmdar?
    Þessar greiðslur hafa ekki verið samræmdar en í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í júní 2001 er gerð grein fyrir hvernig málum sé háttað hjá þeim stofnunum sem úttektin nær yfir þar sem framkvæmd eru flest ferliverk.


Fylgiskjal I.

Ferliverk á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur árið 1999.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.

Ferliverk á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur árið 2000.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal III.

Ferliverk á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur árið 2001.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.