Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 565. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1376  —  565. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um ferliverk á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

     1.      Hve mörg ferliverk voru unnin á Landspítala – háskólasjúkrahúsi á árunum 1997–2002, sundurliðað eftir árum?
    Ferliverk voru flutt frá Tryggingastofnun ríkisins yfir til sjúkrahúsanna um mitt ár 1998 og eru fyrirliggjandi upplýsingar miðaðar við árið 1999, sem er fyrsta heila árið sem upplýsingar liggja fyrir um. Þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur um ferliverk byggjast á einingafjölda en ekki á komum og eru þessar upplýsingar því gefnar í einingum. Í júní 2001 gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu um ferliverk á sjúkrahúsum 1999–2000 en þar koma fram skilgreiningar á ferliverkum. Það verður að gera fyrirvara um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem hér koma fram og eru fengnar frá viðkomandi stofnunum og eins úr fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Til dæmis vantar yfirlit yfir heildarumfang ferliverka á LSH í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar frá árinu 2002.

1999 2000 2001 2002
Sjúkrahús Reykjavíkur 777.549 758.950
Ríkisspítalar 552.167 469.293
LSH 1.476.994
Samtals 1.349.716 1.228.243 1.476.994 0

    Á árinu 2000 er skipting á sérgreinar hjá SHR áætluð miðað við skiptingu samningsbundinna ferliverka það ár. Eins lágu ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar frá Ríkisspítölum samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar.

     2.      Hvernig skiptast ferliverk eftir sérfræðigreinum?
    Tölur fyrir árið 2000 eru ekki áreiðanlegar bæði hvað varðar skiptingu á sérgreinar og eins heildareiningafjölda. Upplýsingar fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir eins og er.

1999 2000 2001
SHR RSP Samtals SHR RSP Samtals LSH
Sérgreinar
Augnlæknar 311.743 311.743 283.100 283.100 365.735
Barnalæknar 32.897 1.808 34.705
Bæklunarlæknar 25.586 7.228 32.814
Blóðmeinalækningar 20.160 20.160 18.202
Geðlæknar
HNE-læknar 24.838 24.838 18.276 18.276 11.163
Hjartalækningar 0 150.558 150.558 127.897
Krabbameinslæknar 72.210 20.494 92.704 109.834 109.834 83.227

1999 2000 2001
SHR RSP Samtals SHR RSP Samtals LSH
Kvensjúkdómalæknar
Lyf- og meltingarfæralæknar 234.144 170.390 404.534 264.837 186.193 451.030 436.070
Lyflæknar aðrir 151.759 59.353 211.112 45.711 45.711 21.356
Lýtalæknar 688 688
Lýta- og skurðlæknar 45.211 45.211
Röntgenlæknar 0 315.950
Skurðlæknar -704 -704 24.926 24.926 28.395
Svæfingarlæknar 73.914 1.284 75.198 20.080 20.080 10.194
Taugalæknar 15.685 15.685
Þvagfæralæknar 99.501 1.136 100.637 104.567 104.567 47.833
Öldrunarlæknar 0
Ótilgreint 1.804 -1.253 551 10.972
Samtals 777.549 572.167 1.349.716 758.950 469.293 1.228.243 1.476.994

     3.      Hvert er hámark þeirrar upphæðar sem sjúklingur hefur þurft að greiða fyrir skurðaðgerð á bæklunardeild, fyrir augnaðgerð, fyrir speglun, t.d. maga- eða ristilspeglun? Svar óskast sundurliðað eftir árunum 1997–2002.
    Hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna göngudeildaraðgerða er samkvæmt reglugerðum eins og þær eru hverju sinni. Á árinu 1997 og fram til 8. apríl 1999 var ekki hámark á kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Ekki liggja fyrir aðgengilegur upplýsingar um hver hafi verið hámarksgreiðsla fyrir göngudeildarþjónustu á þessum tímabili. Sjúklingur greiddi göngudeildargjald sem var 1.400 kr. auk 40% af heildarverði. Með reglugerð sem sett var 8. apríl 1999 var sett hámark á kostnaðarþátttöku sjúklings, 5.000 kr. 1. júlí 2001 hækkaði hámarkið í 6.000 kr. og síðan 1. janúar 2002 í 18.000 kr.
    Inniliggjandi sjúklingar greiða engan kostnað vegna aðgerða.

     4.      Hvað greiða læknar fyrir aðstöðu og þjónustu sem spítali veitir? Hafa þær greiðslur verið samræmdar?
    Læknar, sem vinna ferliverk, hafa greitt mismunandi hlutfall af aðgerðarkostnaði sem byggist á þeirri aðstöðu sem spítalinn útvegar. Hæst er kostnaðarhlutdeild, um 60%, vegna hjartaómskoðana en hjá öðrum læknum er kostnaðarhlutdeildin almennt á bilinu 40–45%. Landspítali – háskólasjúkrahús sagði upp ferliverkasamningum á síðasta ári og frá og með 1. mars 2003 féllu greiðslur fyrir ferliverk niður.

     5.      Hefur samræmd reglugerð um ferliverk verið sett?
    Reglugerð var sett 9. september 1992 um ferliverk þar sem hugtakið ferliverk er skilgreint og fjallað um hvernig greiðsluþátttöku sjúklinga skuli háttað.