Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 717. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1388  —  717. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um akstur undir áhrifum lyfja og vímuefna.

Frá Karli V. Matthíassyni.



     1.      Hyggst ráðherra láta endurskoða VII. kafla umferðarlaga, nr. 50/1987, þ.e. ákvæðin um akstur undir áhrifum vímuefna, lyfja eða annarra örvandi eða deyfandi efna, með hliðsjón af ákvæðum laganna um vínandamagn í blóði?
     2.      Telur ráðherra að ákvæði gildandi laga hafi valdið vandkvæðum við sakfellingu manna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum framangreindra efna?


Skriflegt svar óskast.