Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 105. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 105  —  105. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skatttekjur og skatteftirlit vegna stofnunar einkahlutafélaga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða breytingar hafa orðið árlega frá árinu 2001 til 2003 (áætlun) á skatttekjum ríkissjóðs annars vegar og sveitarfélaga hins vegar, á verðlagi 2003, vegna breytinga á einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélög?
     2.      Hvert er skattalegt hagræði af breytingu á einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélag?
     3.      Hvert er mat skattyfirvalda á því að framfylgja skatteftirliti með breytingu á einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélag?


Skriflegt svar óskast.