Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 110. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 110  —  110. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um lögmæti innrásarinnar í Írak og endurskoðun á afstöðu ríkisstjórnarinnar.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvert er mat ráðherra á lögmæti innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrr á árinu í ljósi þess að engar sannanir hafa fundist fyrir gereyðingarvopnaeign Íraka og svo virðist sem sú hætta sem umheiminum stafaði af þáverandi stjórnvöldum í Írak hafi verið ýkt?
     2.      Hefur ríkisstjórnin hugleitt þann möguleika að draga til baka stuðning sinn við innrásina í Írak og láta taka Ísland af lista yfir þær þjóðir sem studdu stríðið?
     3.      Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til áframhaldandi bandarískra yfirráða í Írak?