Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 124. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 124  —  124. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hvað hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar farið um borð í mörg skip á miðunum frá ársbyrjun 2000 til þessa dags?
     2.      Hvaða helstu athugasemdir hafa komið fram við þessar skoðanir
                  a.      um öryggisbúnað,
                  b.      um lögskráningu,
                  c.      um atvinnuréttindi,
                  d.      um athugun á veiðarfærum?
     3.      Eru dæmi um að sama skip hafi fengið áminningu eða því verið stefnt í land oftar en einu sinni og ef svo er, hve oft hefur það gerst og hve mörg eru skipin?
     4.      Hvernig hefur verið tekið á ítrekuðum brotum? Hve mörg slík mál hafa verið afgreidd og hve mörg eru óafgreidd?


Skriflegt svar óskast.