Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 164. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 166  —  164. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin G. Sigurðsson,


Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Magnús Þór Hafsteinsson,
Mörður Árnason, Sigurjón Þórðarson, Þórunn Sveinbjarnardóttir.


1. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „1%“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna, sbr. lög nr. 93/1998, kemur: 2%.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.

Greinargerð.


    Þetta frumvarp er flutt í tengslum við frumvarp um breytingu á áfengislögum þess efnis að aldursmörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði færð úr 20 ára aldri niður í 18 ára aldur. Mikilvægt er að efla allar forvarnir í áfengismálum og er eðlilegt að það verði gert samfara lækkun á áfengiskaupaaldri.
    Samkvæmt 7. gr. laga um gjald af áfengi og tóbaki rennur 1% af áfengisgjaldi til Forvarnasjóðs. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir að framlag til Forvarnasjóðs af innheimtu áfengisgjaldi nemi um 70 millj. kr. Í frumvarpinu er lagt til að hlutdeild sjóðsins verði aukin um 1% en það ætti að tvöfalda ráðstöfunarfé hans, í um 140 millj. kr. á ári. Í ár nema úthlutanir Forvarnasjóðs 45.270.000 kr., þar af fara 10 millj. kr. til áfangaheimila. Um 60% af ráðstöfunarfé sjóðsins hefur verið varið til verkefna og áfangaheimila ár hvert.
    Samkvæmt upplýsingum frá Forvarnasjóði voru umsóknir um styrki í ár 128 talsins og heildarfjárhæð umsókna um 170 millj. kr. Árið 2002 voru umsóknir 130 talsins og heildarfjárhæð þeirra um 200 millj. kr. Af þessu er ljóst að fjárþörf Forvarnasjóðs er töluvert meiri en fjárframlög til hans. Með auknu fjárframlagi vegna hækkunar áfengisgjalds ætti að vera hægt styrkja fleiri umsækjendur ár hvert og styrkja mikilvæg verkefni myndarlega. Þá er einnig hugsanlegt að hægt verði að veita meira fé til vímuvarnastarfs skólanna en gert er nú. Þegar úthlutanir þessa árs eru skoðaðar er ljóst að verkefni tengd skólum fá innan við 10% þess sem úthlutað er.
    Fyrir Alþingi liggur einnig tillaga um eflingu á félagslegu forvarnarstarfi sem flutt er af þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en hún gengur mun lengra en þessi tillaga, bæði varðandi verksvið forvarnarsjóðs og fjármögnun. Sú tillaga sem hér er flutt miðar að því að auka fjármagn til fræðslu- og forvarnastarfs. Báðar þessar tillögur sýna vel þann vilja meðal þingmanna að efla allt fræðslu- og forvarnarstarf, hvor með sínum hætti.
    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2004 og þarf þá að taka tillit til þess við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2004.
Fylgiskjal.


Áfengis- og vímuvarnaráð:

Úthlutun úr Forvarnasjóði 2003.
(Birt á heimasíðu Áfengis- og vímuvarnaráðs.)

Öflugt sjálfstraust, Börnin okkar – eineltisverkefni, Börn eru líka fólk – forvarnaverkefni og fjölskylduráðgjöf . Vímulaus æska
2.500.000
Saman á tímamótum og tyllidögum. Saman-hópurinn, félag um forvarnir 1.500.000
Jafningjafræðslan . Jafningjafræðsla Hins hússins 1.000.000
Þjónustumiðstöð fyrir fjölskyldur barna með athyglisbrest með/án ofvirkni og þroska- og hegðunarvanda . Foreldrafélag misþroska barna
1.000.000
Foreldrasamningur. Heimili og skóli 1.000.000
PMT-foreldrafærni, samstarfsverkefni stofnana í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa, heilsugæslustöðin Sólvangi og félagsþjónustan
1.000.000
Fíkniefnafræðsla fyrir 9. bekk, eftirfylgd fyrir nemendur í 10. bekk, „Ekki prófa, ekki einu sinni“, fræðsla fyrir nemendur í 7. bekk og foreldra. Forvarnafélagið Hættu áður en þú byrjar


1.000.000
Fjölþjóðakvöld á kaffihúsi. Miðborgarstarf KFUM og KFUK og þjóðkirkjan 1.000.000
Bindindismótið í Galtalækjarskógi 2003. Sumarheimili templara 1.000.000
Unglingalandsmót UMFÍ 2003. Ungmennafélag Íslands 1.000.000
Forvarnaverkefnið „Þú?“. Námsmannahreyfingin á Íslandi 900.000
Fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ – átak í forvörnum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
800.000
Uppbyggingarstefnan – forvarnir fyrir íbúa í Grafarvogi. Fjölskylduþjónustan Miðgarði
750.000
Áhættuhegðun ungs fólks, langtímarannsókn. Sigrún Aðalbjarnardóttir 750.000
Fjölskyldumiðstöð – fjölskylduráðgjöf. Fjölskyldumiðstöð 600.000
Félagsstarf og útihátíðir á vegum SÁÁ. SÁÁ 500.000
Sæludagar í Vatnaskógi 2003. Skógarmenn KFUM, Vatnaskógi 500.000
Menntasmiðja unga fólksins. Menntasmiðjan á Akureyri 500.000
Láttu ekki hafa þig að fífli. Samfés, samtök félagsmiðstöðva 500.000
Menntasmiðja unga fólksins. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi 500.000
Agi til forvarna. Miðstöð heilsuverndar barna 450.000
Handbók fyrir stjórnendur fyrirtækja. Líknarfélagið Risið 400.000
Tveggja hæða strætisvagn. KFUM og KFUK 400.000
Nýnemaferðir Hins hússins. Hitt húsið 300.000
Heilbrigður menntaskóli fyrir vestan. Menntaskólinn á Ísafirði 300.000
„Verum saman“, grunnskólar í Reykjavík og nágrenni, framhaldsskólaskemmtanir og lífsdans. Komið og dansið
300.000
Geymslan, ungmenni í Skagafirði 15–25 ára. Átak í forvörnum í Skagafirði 300.000
Lífsleikni fyrir unglinga og ungt fólk. Biskupsstofa 300.000
Mannauðsvirkjun. Framhaldsskólinn á Húsavík 300.000
Gamla Apótekið – Svæðaráð. Gamla Apótekið 300.000
Lestin – hópastarf Hins hússins. Hitt húsið 300.000
Vottunarkerfið Þor. Samfés, samtök félagsmiðstöðva 300.000
Stofnun kaffi- og menningarhúss. Forvarnanefnd Hafnarfjarðar 300.000
Unglingamóttaka. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 300.000
Fjölskyldur á uppleið. Heilsugæslan í Árbæ og félagsþjónustan í Reykjavík 300.000
TÚN, efling félagsstarfs ungmenna á Húsavík. TÚN, menningar- og kaffihús fyrir ungt fólk á Húsavík
300.000
„Byrgjum brunninn – virkjum samfélagið“ . Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar 250.000
Íslandsleikhús 2003, unglingar í efstu bekkjum grunnskóla. Íslandsleikhús 250.000
Forvarnir í Borgarbyggð. Borgarbyggð 250.000
Forvarnaáætlun og foreldrafræðsla. Félagsmála- og fjölskyldusvið Vestmannaeyja
250.000
„Árla skal að auðnu hyggja“. Félagsmálasvið Mosfellsbæjar 250.000
Vinnuheiti „Á fætur!“. Vesturgarður, fjölskyldu- og skólaþjónusta 200.000
Foreldraskóli. Félagsmiðstöðin Vitinn, Hafnarfirði 200.000
Foreldrar eru besta forvörnin. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar 200.000
„Þegar pabbi og mamma drekka“. Hrósa ehf. f.h. Róta 200.000
Gildi íþrótta í forvörnum. Knattspyrnudeild Hauka 200.000
Námskeiðið „Foreldrar og uppeldi – að bregðast við áður en skaðinn verður“. Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar
200.000
Fjölskylduklúbbar. Bindindissamtökin IOGT 200.000
Betri sjálfsmynd – betri líðan. Akureyrarbær, félagssvið 200.000
Lífsleikni – leið til lausnar. Ártúnsskóli 200.000
Starfsfólk, leikskólabörn og foreldrar leikskólabarna í þremur leikskólum.
Fjölskylduráðgjöf Stefáns Jóhannssonar

200.000
Vinahópur í unglingadeild. Hólabrekkuskóli 200.000
Forvarnastarf á biskupsstofu og hjá tollstjóra. Fermingarbörn 2003. Tollstjórinn í Reykjavík og biskupsstofa
200.000
„Sterkur og viðbúinn“. Ungmennahreyfing IOGT 200.000
Forvarnir í fjölmenningarlegum skóla. Kópavogsskóli 200.000
„Þú átt val“, fræðslukver í tengslum við myndband. Menntaskólinn í Kópavogi
200.000
„Byrgjum brunninn“. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar 200.000
Þórshöfn án fíkniefna. Forvarnahópur Þórshafnar 200.000
Mikilvægi foreldra í forvarnastarfi. Foreldrafélag Víðistaðaskóla 150.000
Námskeið fyrir foreldra og börn 6–16 ára. Frístundamiðstöðin Gufunesbæ 150.000
Fræðsla fyrir 8., 9. og 10. bekk grunnskóla og foreldra. Grunnskólinn á Blönduósi
150.000
„Líf eða dauði“, ljósmyndamaraþon. KFUM og KFUK á Akureyri 150.000
Danskennsla fyrir 5.–7. bekk grunnskóla. Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda Sverrisdóttir
150.000
Forvarnir meðal unglinga. Sveitarfélagið Árborg 150.000
Þýðing texta myndbandsins „Þú átt val“ á ensku. Menntaskólinn í Kópavogi
150.000
„Flott án fíknar“. Lindaskóli, Kópavogi 150.000
Ungt fólk 16–18 ára. Jafningafræðslan í Fjölbrautaskóla Vesturlands 150.000
Langtímaáhrif stelpnahópavinnu til forvarna. Lone Jensen og Helga Steinunn Guðmundsdóttir
150.000
SOS! Hjálp fyrir foreldra. Félags- og skólaþjónustan ÚtEy, Dalvík 120.000
Listahátíð ungs fólks, 8.–10. bekkur grunnskóla. Listauki ehf., Vestmannaeyjum
50.000
Samtals: 29.770.000
Vertu til
Samstarfsverkefni ÁVVR og Sambands íslenskra sveitarfélaga

4.500.000
Fjölskyldumiðstöð 1.000.000
Samtals: 35.270.000
Áfangaheimili
Dyngjan 2.500.000
Krossgötur 400.000
Risið 2.500.000
SÁÁ Eskihlíð 3 400.000
SÁÁ Miklubraut 1 400.000
Skjöldur 1.000.000
Stoðbýlið Samhjálp 700.000
Takmarkið 1.000.000
Vernd fangahjálp 1.100.000
Áfangaheimili samtals: 10.000.000
Úthlutun samtals: 45.270.000