Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 180  —  178. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um þróun aflamarks og veiðar smábáta.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hver hefur verið hlutfallsleg þróun í kvótasettum fisktegundum í einstökum verstöðvum og kjördæmum (gömlu kjördæmin) frá fiskveiðiárinu 1999/2000 til fiskveiðiáramótanna 2003/2004, að báðum árum meðtöldum?
     2.      Hver hefur verið hlutfallsleg þróun aflamarks krókaaflamarksbáta á sama tímabili? Óskað er eftir að svarið miðist við landaðan afla þorskaflahámarksbáta fyrir kvótasetningu á ýsu, ufsa, steinbít og fleiri fisktegundum.
     3.      Hvernig skiptist handfæraafli sóknardagabáta niður á útgerðarstaði sl. fimm fiskveiðiár?
     4.      Hversu mikið af lönduðum afla handfærabáta á hverjum útgerðarstað er af bátum með heimahöfn á viðkomandi útgerðarstað sömu fimm ár?
     5.      Hvernig skiptist afli krókaaflamarksbáta niður á útgerðarstaði sömu ár?
     6.      Hversu miklu er landað af heimabátum í krókaaflahámarki á þessum stöðum sömu ár?


Skriflegt svar óskast.