Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 183  —  181. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðarfærarannsóknir.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hafa farið fram rannsóknir á þeim skaða sem hugsanlega hlýst af notkun flotvarpna við uppsjávarveiðar innan íslenskrar landhelgi og ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður?
     2.      Hvaða rannsóknir hafa farið fram á svæðum sem lokuð hafa verið til lengri tíma fyrir togveiðum bæði með flotvörpu og botnvörpu og hverjar eru helstu líffræðilegar breytingar á þeim svæðum sem komið hafa í ljós?
     3.      Hve miklu fé hefur Hafrannsóknastofnunin varið árlega til veiðarfærarannsókna sl. 15 ár og hve hátt hlutfall hefur þetta verið af árlegum heildarútgjöldum stofnunarinnar á sama tímabili?


Skriflegt svar óskast.