Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 213. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 226  —  213. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Eru dæmi þess að útlendingar hafi ekki séð þá ráðningarsamninga sem þeir eiga þó að hafa skrifað undir og að umkvartanir stéttarfélaga eða annarra aðila hafi snúist um að undirskriftir erlendra starfsmanna hafi verið falsaðar? Ef svo er, hvernig hefur ráðuneytið brugðist við slíkum umkvörtunum?
     2.      Hversu oft á sl. tveimur árum hefur málum vegna ætlaðra brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga verið vísað til opinberrar rannsóknar skv. 17. gr. laganna og hver á að hafa frumkvæði að því að vísa máli í þann farveg að mati ráðuneytisins?
     3.      Hversu oft á sl. tveimur árum hefur ráðuneytið beitt ákvæðum 16. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga sem kveður á um afturköllun atvinnuleyfa? Í hvaða tilvikum hefur það verið og hvernig er gengið úr skugga um að erlendir starfsmenn fái afhent afrit af ráðningarsamningi sínum?


Skriflegt svar óskast.