Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 215. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 228  —  215. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Í hvaða deildum Háskóla Íslands tíðkast fjöldatakmarkanir og með hvaða hætti eru þær framkvæmdar?
     2.      Hvaða skýringar eru á nauðsyn fjöldatakmarkana í viðkomandi deildum?
     3.      Hvaða breytingar hafa orðið á fjöldatakmörkunum í skólanum sl. tíu ár?
     4.      Eru fyrirsjáanlegar breytingar á takmörkunum á fjölda stúdenta í einhverjum deildum eða eru áform um að leggja þær af í einhverjum tilvikum?


Skriflegt svar óskast.