Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 218. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 231  —  218. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um samræmda slysaskráningu.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvenær hófst samræmd slysaskráning á öllum slysum hér á landi?
     2.      Liggja fyrir tölur um fjölda slysa frá því að lög um slysavarnaráð, nr. 33/1994, voru sett?
     3.      Hversu mörg slys hafa verið skráð árlega í gagnabankann Slysaskrá Íslands?
     4.      Hafa öll sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir sinnt skráningu?
     5.      Hversu margar slysaskráningar hafa borist frá hverri stofnun á ári, þ.e. sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum?
     6.      Hversu margar skráningar hafa borist frá
                  a.      Vinnueftirliti,
                  b.      lögreglu,
                  c.      tryggingafélögum?
     7.      Eru einhverjar stofnanir sem ættu að sinna skráningu en gera það ekki?


Skriflegt svar óskast.