Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 233. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 253  —  233. mál.




Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um presta þjóðkirkjunnar.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hversu margir prestar starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar? Hve margir voru þeir fyrir tíu árum, árið 1993, og 1. janúar 1998, við gildistöku nýrra laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar?
     2.      Hversu margir prestar þjóðkirkjunnar eru nú sóknarprestar og hve margir sérþjónustuprestar og héraðsprestar og hver var skiptingin 1993 og 1998?
     3.      Hver var fjöldi presta eftir prófastsdæmum árið 1993, 1998 og í ár, að loknum þeim breytingum á skipan prestakalla sem kirkjuþing hefur samþykkt?
     4.      Starfa einhverjir sérþjónustuprestar utan höfuðborgarsvæðisins? Ef svo er, hvar og á hvaða sviðum?


Skriflegt svar óskast.