Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 234. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 254  —  234. mál.




Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um prestaköll og prestsstöður.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hafa verið mótaðar reglur um hversu langur tími megi líða frá því að prestakall eða prestsstaða losnar og þar til biskup Íslands auglýsir embættið, sbr. 39. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar?
     2.      Eru dæmi um það frá gildistöku laganna 1. janúar 1998 að lengri tími en þrír mánuðir hafi liðið fram að auglýsingu? Ef svo er, hver eru þau dæmi?