Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 256  —  236. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um nám í hjúkrunarfræði.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvaða ráðstafanir hyggst ráðherra gera til að auka námsframboð í hjúkrunarfræði í ljósi viðvarandi skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir afnámi fjöldatakmarkana í hjúkrunarfræðinámi með hliðsjón af góðum árangri herferðar stjórnvalda, heilbrigðisstofnana og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem ungt fólk var hvatt til að stunda hjúkrunarfræðinám?