Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 243. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 263  —  243. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um búsetu geðfatlaðra.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hve margir geðfatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegum búsetuúrræðum, sbr. 10. gr. laga um málefni fatlaðra? Svarið óskast sundurliðað eftir búsetuformi sem óskað er eftir og umdæmum svæðisskrifstofa fatlaðra.
     2.      Hvernig er búsetu þeirra nú háttað, þ.e. eru þeir á sjúkrastofnunum, á eigin heimilum, heimilislausir eða annars staðar?


Skriflegt svar óskast.