Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 245. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 265  —  245. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslu örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum og af séreignasparnaði.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað fengu margir árið 2002 örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum, sem byggjast á samtryggingu annars vegar og séreignasparnaði hins vegar, og hvað hefur þeim fjölgað mikið milli ára síðustu 10 ár?
     2.      Hver var heildarupphæð örorkulífeyrisgreiðslna árið 2002 úr lífeyrissjóðum annars vegar og úr séreignasparnaði hins vegar og hvað hafa þessar greiðslur aukist mikið milli ára umfram verðlag síðustu 10 ár?
     3.      Hvað er örorkulífeyrir stór hluti af lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna annars vegar og lífeyrisgreiðslum úr séreignasparnaði hins vegar?
     4.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar eru með minna en 100% örorkulífeyri?
     5.      Hverjar eru almennar reglur lífeyrissjóðanna um greiðslu örorkulífeyris?


Skriflegt svar óskast.