Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 197. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 279  —  197. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um löggæslukostnað.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu há fjárhæð hefur verið innheimt af framkvæmdaraðilum útihátíða fyrir löggæslukostnað frá árinu 1990? Upphæðin óskast sundurliðuð eftir árum, sveitarfélögum og framkvæmdaraðilum.

    Aflað var upplýsinga hjá öllum lögreglustjórum af þessu tilefni. Tekið skal fram að löggæslukostnaður vegna skemmtana er innheimtur af fleiri tilefnum en útihátíðum. Í einhverjum tilvikum er í svörum lögreglustjóranna að finna upplýsingar um heildarinnheimtu löggæslukostnaðar, ekki einungis vegna útihátíða. Sérstaklega er merkt við þau embætti með stjörnu. Svar við fyrirspurninni má því sjá í meðfylgjandi töflu:


Embætti Ár Tilefni Upphæð í kr.
Sýslumaðurinn á Akranesi Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn í Borgarnesi Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi 1992 Útihátíð á Kaldármelum 2.351.920
1992 Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum 610.445
1997 Fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum 879.106
2001 Útihátíð á Kaldármelum 3.579.346
Sýslumaðurinn í Búðardal Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn á Patreksfirði Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn í Bolungarvík Upplýsingar bárust ekki
Sýslumaðurinn á Ísafirði 2003 Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands 467.367
Sýslumaðurinn á Siglufirði 1993 Siglufjarðarkaupstaður 175.000
1994 Siglufjarðarkaupstaður 341.550
1995 Siglufjarðarkaupstaður 886.540
1996 Siglufjarðarkaupstaður 1.109.320
1997 Siglufjarðarkaupstaður 450.380
1998 Ferðamálasamtök Siglufjarðar 200.000
2002 Siglufjarðarkaupstaður 246.204
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði* 1994 Leiftur íþróttafélag 78.000
1995 Leiftur íþróttafélag 24.000
Sýslumaðurinn á Akureyri 1997 Halló Akureyri 435.000
1998 Landsmót hestamanna 1.890.753
Sýslumaðurinn á Húsavík Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði* 1993 Höttur 30.500
1998 Vopnafjarðarhreppur 161.882
2002 Vopnafjarðarhreppur 94.281
2002 Borgarfjarðarhreppur – Fjarðarborg 47.141
2003 Austur-Hérað – Hótel 700 ehf. 48.543
2003 Seyðisfjörður – Herðubreið, félagsheimili 48.543
2003 Norður-Hérað – Harm.fél. Héraðsbúa 32.362
2003 Borgarfjarðarhreppur – Fjarðarborg 48.543
2003 Vopnafjarðarhreppur 97.086
Sýslumaðurinn á Eskifirði 1993 Neistaflug í Neskaupstað 90.000
1994 Neistaflug í Neskaupstað 211.000
1995 Neistaflug í Neskaupstað 204.272
1996 Neistaflug í Neskaupstað 226.100
1997 Neistaflug í Neskaupstað 243.908
1998 Neistaflug í Neskaupstað 292.690
1999 Neistaflug í Neskaupstað 50.000
2002 Neistaflug í Neskaupstað 250.000
2003 Neistaflug í Neskaupstað 350.000
Sýslumaðurinn á Höfn* 1997 311.204
1998 52.258
1999 116.010
2000 113.870
2001 176.939
2002 105.201
2003 469.389
Sýslumaðurinn á Selfossi Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn í Keflavík 1994 Höskuldarvellir
Vatnsleysustrandarhreppi – K67 hf. 1.067.000
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 1991 Kaplakriki Hafnarfirði 683.390
Sýslumaðurinn í Kópavogi Upplýsingar bárust ekki
Lögreglustjórinn í Reykjavík 2000 Landsmót hestamanna 250.800
Sýslumaðurinn á Hólmavík Enginn kostnaður innheimtur vegna útihátíða
Sýslumaðurinn á Blönduósi 1990 Útihátíð í Húnaveri – Stuðmenn 2.044.676
1991 Útihátíð í Húnaveri – Stuðmenn 2.152.140
2002 Kántríhátíð Skagaströnd – Höfðahreppur 1.300.000
2003 Kántríhátíð Skagaströnd – Höfðahreppur 1.000.000
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 1993 Fjórðungsmót hestamanna 754.432
2002 Landsmót hestamanna 2.388.025
Sýslumaðurinn í Vík 1992 Víkurhátíð 162.000
1993 Víkurhátíð 171.000
1994 Víkurhátíð 189.000
1995 Uxi '95 2.779.777
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 1992 Íþróttafélagið Þór 750.000
1993 Knattspyrnufélagið Týr 971.127
1994 Íþróttafélagið Þór 1.050.675
1995 Knattspyrnufélagið Týr 1.313.826
1996 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 1.845.126
1997 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 1.582.727
1998 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 2.192.365
2001 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 1.759.980
2002 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 2.480.713
2003 Þjóðhátíðarnefnd ÍBV 2.997.631
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 1992 Bindindismótið í Galtalæk 228.895
1993 Bindindismótið í Galtalæk 212.434
1994 Bindindismótið í Galtalæk 192.193
1994 Landsmót hestamanna, Gaddstaðaflötum 1.600.000
1995 Bindindismótið í Galtalæk 165.920
1996 Bindindismótið í Galtalæk 200.146
1996 Fjórðungsmót hestamanna, Gaddstaðaflötum 1.432.342
1997 Bindindismótið í Galtalæk 214.730
1998 Bindindismótið í Galtalæk 223.638
1999 Bindindismótið í Galtalæk 154.754
2000 Bindindismótið í Galtalæk 163.140
2001 Bindindismótið í Galtalæk 172.848
2001 Töðugjöld Suðurlandsvegi 1 – Hella 200.000
2002 Bindindismótið í Galtalæk 1.279.000
2002 Töðugjöld Suðurlandsvegi 1 – Hella 365.260
2003 Töðugjöld Suðurlandsvegi 1 – Hella 360.000
2003 Bindindismótið í Galtalæk 914.194