Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 263. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 296  —  263. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um stuðning við krabbameinssjúklinga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á reglum sem kveða á um stuðning við þá sem hafa fengið krabbamein eða aðra sjúkdóma til kaupa á hjálpartækjum eða -vörum þannig að sjálfsákvörðunarréttur og val einstaklingsins verði virt?
     2.      Hversu oft á undanförnum árum hafa reglur um stuðning tryggingakerfisins til kaupa á hjálpartækjum eða -vörum verið endurskoðaðar og hefur það verið gert í samráði við þá sem hlut eiga að máli, t.d. samtök kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein?
     3.      Hvaða ráðgjafarhópar eru hjá Tryggingastofnun í þessum málum og hversu lengi hafa þeir starfað?