Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 265. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 298  —  265. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um ferðamál fatlaðra.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir því við Ferðamálaráð að farið verði að tillögum og ábendingum sem fram komu í skýrslu starfshóps um menningar- og tómstundastarf fatlaðra frá 1999 um að fram fari samræmd skráning á möguleikum fatlaðra til ferðalaga, gisti- og áningarstöðum, samgöngutækjum, afþreyingarmöguleikum o.fl. og niðurstaðan sett í aðgengilegan upplýsingabanka fyrir fatlaða?
     2.      Ef svo er ekki, hvernig og hvenær hyggst ráðherra bregðast við þessum tillögum og ábendingum starfshópsins?