Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 293. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 338  —  293. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um fullgildingu skírteina flugmanna frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hve margir erlendir flugmenn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins hafa fengið fullgildingu flugskírteina á Íslandi sl. fimm ár?
     2.      Hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla til að fá slíka fullgildingu skírteina og hvað gilda þau lengi?
     3.      Hve margir þeirra hafa jafnframt sótt um og fengið dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi?
     4.      Á hvaða lagaheimild og á hvaða ákvæðum EES-samningsins byggist heimild til fullgildingar skírteina flugmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins?
     5.      Á hvaða ákvæðum EES-samningsins um atvinnu- og dvalarleyfi byggist heimild til að flugmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins fái fullgildingu skírteina á Íslandi og geti eftir það stundað atvinnu og dvalist á Evrópska efnahagssvæðinu?


Skriflegt svar óskast.