Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 353. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 472  —  353. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um úthlutun fjármagns til rannsókna við háskóla.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hvaða vinnureglum fylgir ráðuneytið við úthlutun fjármagns til rannsókna við háskóla?
     2.      Er það til skoðunar innan ráðuneytisins að ráðast í heildstæða stefnumótun og heildstætt mat á úthlutun fjármagns til rannsókna við háskóla, m.a. með tilliti til aukins jafnræðis milli háskóla og með tilliti til framlaga til einstakra rannsóknasviða á vettvangi háskólanna?