Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 358. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 477  —  358. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um upplýsingar um andlát íslensks drengs í Hollandi.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur.



     1.      Hvað hafa dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess gert til að afla upplýsinga um hvarf og andlát Hjálmars Björnssonar, sem lést í Hollandi 27. júní 2002?
     2.      Hverju hefur vinna ráðuneytisins skilað?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að þau gögn fáist frá Hollandi sem réttarmeinafræðingur sá er rannsakar málið telur sig þurfa til að hægt sé að finna dánarorsök?
     4.      Verður aðstandendum veittur aðgangur að þeim gögnum sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hafa um málið?


Skriflegt svar óskast.