Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 377. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 503  —  377. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenskan hugbúnað.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hvenær varð íslensk útgáfa af stýrikerfinu Windows 98, sem ríkisstjórnin samdi um við Microsoft í janúar 1999, aðgengileg almenningi og hvernig hefur notkun hennar þróast hvað varðar notendafjölda?
     2.      Hvenær varð íslensk útgáfa af stýrikerfinu aðgengileg í skólum á vegum hins opinbera og hvernig hefur notkun hennar þróast þar hvað varðar notendafjölda?
     3.      Hvað hefur verið gert til að draga úr ólöglegri notkun hugbúnaðar og auka verndun höfundaréttar eins og samningurinn kveður á um og hvaða árangur má sjá af þeim ráðstöfunum?
     4.      Hver er kostnaður ríkisins af samningnum, sundurliðað eftir árum, annars vegar vegna þýðingar og staðfærslu stýrikerfisins og hins vegar vegna ráðstafana sem gerðar hafa verið til að draga úr ólöglegri notkun hugbúnaðar?


Skriflegt svar óskast.