Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 379. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 505  —  379. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um 9. þing aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig verður háttað þátttöku Íslands í 9. þingi aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem haldið verður í Mílanó í desember?
     2.      Hvernig verður sendinefnd Íslands skipuð og hverjar verða megináherslur íslensku fulltrúanna á fundinum?
     3.      Mun Ísland taka þátt í að beita Rússa þrýstingi um að þeir fullgildi Kyoto-bókunina?