Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 565  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2004.

Frá Jóni Bjarnasyni og Guðjóni A. Kristjánssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við     02-299 Háskóla- og rannsóknastarfsemi
    1.92 Háskóli Vestfjarða, undirbúningur          0,0     15,0     15,0

Greinargerð.


    Umfangsmikið símenntunar- og háskólastarf er nú í uppbyggingu á Ísafirði og vinnur Fræðslumiðstöð Vestfjarða, ásamt öðrum heimaaðilum, gott brautryðjendastarf. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn hafa unnið ötullega að því að bjóða fram háskólanám með fjarkennslu.
    Á Ísafirði eru miklir möguleikar til að mynda sterka kennslustofnun sem mótar sérstöðu sína á grundvelli atvinnulífs og framtíðarmöguleika svæðisins. Hún tekur jafnframt að sér og stýrir rannsóknum, vöktun og nýtingu á fjölbreyttum náttúruauðlindum Vestfjarða og hafinu umhverfis. Miðstöð veiðarfærarannsókna og kennsla í gerð og notkun veiðarfæra væri vel staðsett á Ísafirði svo dæmi sé nefnt. Reynslan hefur sýnt að litlar stofnanir í sterkum og nánum tengslum við auðlindir, atvinnulíf og menningu heimahéraðs geta orðið öflugar ef þær fá til þess sjálfræði og stuðning. Hér er lagt til að veita 15 m.kr. til að vinna að stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði.