Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 568  —  413. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fjármál hins opinbera.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



    Hvernig hafa eftirfarandi þættir í fjármálum hins opinbera þróast á tímabilinu 1991–2003, sundurliðað eftir árum:
     a.      áætluð útgjöld ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     b.      upphæð samþykktra fjáraukalaga,
     c.      niðurstöðutala ríkisreiknings,
     d.      áætlaðar tekjur ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     e.      andvirði seldra ríkiseigna,
     f.      útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     g.      útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     h.      afkoma ríkissjóðs?


Skriflegt svar óskast.