Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 415. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 570  —  415. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um fjárflutninga.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hversu háa styrki er Byggðastofnun ætlað að veita sláturleyfishöfum til kaupa á nútímalegri fjárflutningatækjum, sbr. tilmæli ríkisstjórnar til Byggðastofnunar?
     2.      Munu aðrir en sláturleyfishafar geta sótt um slíka styrki?
     3.      Hversu mörg lömb drápust á leið til sláturhúsa í sláturtíðinni árin 2000, 2001, 2002 og 2003?
     4.      Þurfa þeir sem flytja sláturfé landshorna á milli að afla sér starfsleyfis?
     5.      Eru fjárflutningavagnar skoðaðir og ákveðinn hámarksfjöldi dýra sem flytja má í einu?
     6.      Hversu margar úttektir voru gerðar á fjárflutningavögnum í síðustu sláturtíð og hversu margar athugasemdir voru gerðar við þá?
     7.      Eru gerðar kröfur um að brynna sauðfé sem tekur lengur en átta tíma að flytja til slátrunar?
     8.      Hvernig er háttað eftirliti með flutningi sláturfjár að öðru leyti?