Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 444. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 622  —  444. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um áfengisauglýsingar.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Lítur ráðherra svo á að 20. gr. áfengislaga, nr. 75/1998, þar sem lagt er bann við auglýsingum á áfengi og einstökum áfengistegundum sé með einhverjum hætti fallin úr gildi?
     2.      Sé svo ekki, hvað er gert til að fylgja eftir þessum lögum gegn auglýsingum, duldum og augljósum, sem nú tíðkast í prentmiðlum og sjónvarpi, eins og mörg dæmi eru um?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að „leyfa áfengisauglýsingar að einhverju marki eða skýra lögin og gera þau skilvirkari þannig að erfiðara sé að fara á snið við þau“ (sbr. grein Þorgerðar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra áfengis- og vímuvarnaráðs, í Morgunblaðinu 11. febrúar 2003)?
     4.      Telur ráðherra samræmi milli þess hvernig framfylgt er umræddum lagaákvæðum um áfengisauglýsingar annars vegar og lagaákvæðum um bann við tóbaksauglýsingum (7. gr. laga nr. 6/2002, um tóbaksvarnir) hins vegar?