Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 492. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 764  —  492. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar og rannsóknir á túnfiski.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvaða rannsóknir hafa Íslendingar gert á bláuggatúnfiski frá 1996 og hvað hafa þær kostað?
     2.      Benda rannsóknirnar til þess að líklegt sé að túnfisksveiðar gætu orðið arðvænlegar fyrir íslenskar útgerðir?
     3.      Hafa rannsóknirnar leitt í ljós hvað veldur mismiklum göngum bláuggatúnfisks inn í íslensku efnahagslögsöguna? Er t.d. líklegt að hækkandi hitastig sjávar auki túnfisksgengd innan lögsögunnar?
     4.      Hafa Íslendingar fengið kvóta með aðild sinni að Alþjóðatúnfisksveiðiráðinu og ef svo er, hvernig hafa þeir nýtt sér hann?