Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 500. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 772  —  500. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ofbeldi í fíkniefnaheiminum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Munu lögregluyfirvöld grípa til sérstakra aðgerða vegna síendurtekinna árása handrukkara?
     2.      Telja lögregluyfirvöld sig nægjanlega vel í stakk búin að takast á við sívaxandi ofbeldi í fíkniefnaheiminum? Ef svo er ekki, hvað telja þau vænlegast til úrbóta?
     3.      Báðu lögregluyfirvöld um fé á fjárlögum fyrir þetta ár og það síðasta til að auka mannafla, til tækjakaupa, rannsókna eða annars til að stemma stigu við ofbeldi sem tengist handrukkurum og fíkniefnaheiminum? Ef svo er, hve mikið fé vantar til að verða við óskunum og hverjar voru þær?


Skriflegt svar óskast.