Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 774  —  502. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um notkun hættulegra efna við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða eiturefni og önnur hættuleg efni, t.d. sprengiefni og bergþéttiefni, eru notuð við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka?
     2.      Hvaða rannsóknir hafa farið fram á mögulegum áhrifum þeirra efna á umhverfið, t.d. á grunnvatn?
     3.      Hvernig er háttað eftirliti með flutningi og meðferð sprengiefnis á virkjunarsvæðinu?


Skriflegt svar óskast.