Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 507. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 779  —  507. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fylgiréttargjald á listaverk.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



1.    Hvernig er háttað innheimtu fylgiréttargjalds sem lagt er á við endursölu myndlistarverka skv. 25. gr. b höfundalaga, nr. 73/1972, og annarra listmuna skv. 6. mgr. 23. gr. laga um verslunaratvinnu, nr. 28/1998?
2.    Hvaða aðilar hafa fengið leyfi til að stunda listaverka- og listmunauppboð?
3.    Hvaða leyfi þarf til að annast endursölu á listaverkum í atvinnuskyni og hvaða aðilar hafa slík leyfi?
4.    Hvernig er háttað eftirliti með því að fylgiréttargjald skili sér til höfunda eða annarra rétthafa?


Skriflegt svar óskast.